Tekur collagen til að viðhalda unglegri húð

Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Ankra.
Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Ankra. Eggert Jóhannesson

Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Ankra ehf. hugsar vel um heilsuna. 

Hvað gerir þú til að hugsa sem best um heilsuna?

„Ég hreyfi mig reglulega, reyni að borða sem hollast og tek inn vítamínin mín en það sem gerir gæfumuninn er hugleiðsla. Ég er nýlega búin að uppgötva hugleiðsluna og finnst hún alveg nauðsynleg til að minnka stress og ná að slaka almennilega á.“

Hreyfir þú þig dagsdaglega?

„Já, ég reyni að gera það, en ég er samt ekki alltaf í ræktinni. Ég æfi blak á veturna og á sumrin spila ég golf, svo fer ég út að ganga með hundinn. Ég tek svo reglulega tarnir í ræktinni en oft finnst mér erfitt að koma því inn í pakkaða dagskrá, en ef ég er með fasta tíma sem ég mæti í klikkar það síður. Ég hef verið í einkaþjálfun hjá henni Helgu Lind og finnst það alveg frábært, þá missir maður ekki úr tíma.“

Hvernig hugsar þú um mataræðið?

„Ég vildi óska þess að ég borðaði bara hollan mat, en það er því miður ekki alltaf þannig. En ég geri alltaf mitt besta og borða mikið af próteini, grænmeti og ávöxtum og forðast unnin matvæli. Ég drekk líka mikið vatn og fæ mér oft heilsudrykki stútfulla af næringu og vítamínum. Þegar maður fer svo út af sporinu finnst mér best að taka góða æfingu og þá hef ég ekki lyst á óhollustu lengur.“

Hvað varð til þess að þið fóruð að framleiða próteinduft með collageni?

„Þegar við kynntumst áhrifunum sem kollagen hefur á líkamann vorum við alveg heillaðar. Japanskar og kóreskar konur hafa tekið inn kollagen í fjöldamörg ár til að viðhalda unglegri húð og líkama. Þegar við komumst svo að því að það væri hægt að framleiða þetta frábæra hráefni úr góða íslenska fisknum okkar sem kemur úr hreinum sjálfbærum fiskimiðum þá var þetta engin spurning.“

Vörurnar frá Feel Icleand eru búnar til úr íslenskum fiski.
Vörurnar frá Feel Icleand eru búnar til úr íslenskum fiski.

Hvað drekkur þú mikið af því á dag?

„Ég blanda tveimur matskeiðum út í heilsusjeika eða skyrdrykki á hverjum degi, yfirleitt á morgnana en það er líka mjög gott að fá sér einn sjeik á kvöldin ef nammiþörfin er farin að segja til sín.“

Hvað er í uppáhaldssjeiknum þínum?

„Uppáhaldssjeikinn minn þessa dagana er kallaður Andoxunar-skrímslið og er byggður á uppskrift frá heilsuhóteli í Kaliforníu. Ég blanda saman jarðarberjum, bláberjum, ananas, kókosvatni, kókosolíu, grænu dufti, collagen-dufti og vanillupróteini. Hann er rosalega ferskur og góður og minnir mig á Karíbahafið, sem er ekki slæmt í skammdeginu.“

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

„Við fjölskyldan vöknum saman og fáum okkur morgunmat, mjög oft eggjahræru eða hafragraut og heilsusjeik með. Svo fer maður að leita að skóladóti og fötum á börnin, eitthvað sem ég ætla alltaf að vera búin að hafa klárt kvöldið áður en gerist ekki oft en það er einmitt eitt af áramótaheitunum að breyta því. Allir hafa sig til og minnsta krílinu er skutlað í leikskólann og ég fer í Sjávarklasann þar sem við erum með skrifstofu. Eftir vinnu eru börnin sótt og hugað að kvöldmat. Því næst skelli mér á blakæfingu eða í göngutúr með hundinn. Krökkunum er svo komið í háttinn eftir heimalestur og þá gefst smá tími í hugleiðslu, tiltekt og þvott. Það er alltaf nóg að gera.“

Hvað gerir þú til að slaka á?

„Það allra besta er að fara upp í sumarbústað með fjölskyldunni með nóg af mat, tímarit og góða bók. Það er alveg magnað að sjá hvernig allir fara í annan gír að komast út fyrir bæinn. Og svo má ekki gleyma hugleiðslunni góðu.“

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég drekk mikið vatn, borða mikið af hollum olíum og tek inn kollagen og hyaluronic sýru. Ég passa upp á að hreinsa húðina vel á kvöldin og set á mig andlitsserum sem innihalda ensím og kollagen áður en ég fer að sofa sem hjálpar húðinni að endurnýja sig hraðar yfir nóttina. Á morgnanna þríf ég húðina aftur og set á mig andlitskrem. Einu sinni í viku skrúbba ég húðina og set á mig rakagefandi maska. Ég nota líka alltaf sólarvörn á sumrin, minnst 50 í andlitið og svo má ekki gleyma því að svefninn skiptir líka miklu máli.“

Tímabilið sem giftar konur halda fram hjá

Í gær, 23:57 Konur og karlar íhuga framhjáhald á mismunandi tímabilum í lífinu.   Meira »

Leiðarvísir að unaðslegu bílakynlífi

Í gær, 21:00 Það getur verið skemmtilegt að stunda kynlíf annars staðar en uppi í rúmi. Bílar eru tilvalinn staður ef maður vill bregða sér út af heimilinu. Hins vegar er ýmislegt sem þarf að hafa í huga enda bæði lítið pláss og gluggar á öllum hliðum. Meira »

Stór rass góður fyrir heilsuna

Í gær, 18:00 Betra er að safna fitu á mjöðmum og rassi heldur en á magasvæðinu ef horft er á rannsókn sem mat áhættu á hjartaáfalli, heilablóðfalli og sykursýki tvö. Meira »

Afsannar mýtur um hollan mat

Í gær, 15:00 Breskur heilsubloggari að nafni Lucy Mountain vill breyta því hvernig fólk hugsar um hollustu með því að afsanna nokkrar algengar mýtur sem segja fólki hvað sé „hollt“ eða „óhollt“. Meira »

Grand í Safamýrinni

Í gær, 12:00 Endurnýjuð glæsileg sérhæð í Safamýri er komin á sölu. En hver hlutur hefur verið vandlega valin í íbúðina sem býr yfir miklum heildarsvip, Meira »

116 ára gömlu húsi breytt í nútímahöll

Í gær, 09:00 Kanadísku hönnunarstofunni Audax tókst einstaklega vel upp þegar hún fékk það verkefni að taka gamalt hús í gegn.   Meira »

Dýrasta brúðkaup ársins?

í fyrradag Rússneskur stjórnmálamaður að nafni Aleksey Shapovalov rataði í heimsfréttirnar fyrr á árinu þegar hann bað kærustu sinnar með 70 karata demants-giftingahring að virði tæpra milljarð íslenskra króna. Meira »

Gerir stólpagrín að líkamsræktarbloggurum

Í gær, 06:00 Edward Lane eða Wellness Ted eins og hann heitir á Instagram finnst fólk sem birtir myndir af heilsusamlegum lífsstíl vera of alvarlegt en hann birtir reglulega myndir af sér með teiknaða magavöðva að borða óhollan mat. Meira »

Heldur fram hjá með fyrrverandi

í fyrradag „Hann gerði sig að algjörum bjána þegar ég fann varalit á skyrtunni hans. Maður mundi halda að menn myndu fjarlægja sönnunargögnin en þarna var það. Þegar ég talaði við hann viðurkenndi hann að hafa sofið hjá henni. Hann dirfðist að segja að þau væru sálufélagar þó svo að þau væru bara búin að þekkjast í nokkrar vikur.“ Meira »

Þyngdin skiptir ekki máli

í fyrradag Jógakennarinn Maria Odugba er lífandi sönnun þess að það er ekki samansem merki að vera mjór og að vera í góðu formi. „Ég trúi því að allir eigi að vera heilbrigðir en það þýðir ekki að fólk þarf að vera grannt.“ sagði Odugba. Meira »

Svona þværðu hárið úti í geimnum

í fyrradag Geimfarinn Karen Nyberg sýnir fólki hvernig hún heldur hári sínu hreinu á meðan hún er í geimnum.   Meira »

Taka rassamyndir í nafni sjálfsástar

í fyrradag Listakonur frá Montreal í Kanada, Emilie Mercier og Frédérique Marsille, stofnuðu 1001 Fesses, sem þýðir 1001 rass á íslensku. Meira »

Klósettpappír nýtist ekki bara á klósettinu

í fyrradag Ef þú nennir ekki í ræktina er tilvalið að gera æfingar heima. Skortur á ræktartækjum er engin fyrirstaða þar sem vel má nota klósettpappír við æfingar. Meira »

Kennir hundunum um litla kynlífslöngun

15.8. „Kynlífslöngun okkar var aldrei á sömu bylgjulengdinni en síðustu fjögur ár hefur hann eiginlega ekki haft neinn áhuga á kynlífi. Hann kennir hundunum um.“ Meira »

Flottir veggir í piparsveinsíbúð

15.8. Flottir veggir og skandinavískur stíll einkenna glæsilega piparsveinsíbúð sem nýlega var tekin í gegn.   Meira »

Staðan sem fullnægir konum

15.8. Kynlífssérfræðingur hefur látið í ljós bestu kynlífsstöðuna sem lætur konur oftast fá fullnægingu.  Meira »

Draumagarður í sinni tærustu mynd

í fyrradag Ertu að hugsa um að stækka pallinn eða gera garðinn ógleymanlegan? Garðurinn í kringum þetta meistarastykki ætti svo sannarlega að fá verðlaun, svo flottur er hann. Meira »

Lyftingar ekki bara fyrir fitness-stjörnur

15.8. Michelle Franklin missti 50 kíló með því að stunda lyftingar og breyta matarræðinu. Franklin sem er 51 árs gömul amma vill sýna fólki að lyftingar eru ekki aðeins fyrir fitness-stjörnur á Instagram. Meira »

Ásdís Rán vekur athygli í Bretlandi

15.8. Þyrlupróf Ásdísar Ránar hefur ekki bara ratað í fjölmiðla hérlendis, nýlega birti breska síðan Mail Online umfjöllun um Ásdísi og aðrar konur sem lagt hafa fyrir sig þyrluflug. Meira »

Ætlaði ekki að vera sjúklingur allt sitt líf

15.8. Margrét Sigurðardóttir hefur misst 18 kíló á tæpum fjórum mánuðum án allra öfga. En Margrét sem glímir við vefjagigt og er með hjartasjúkdóm hefur þrisvar sinnum á nokkrum árum þurft að byrja frá grunni að taka sig í gegn. Meira »
Meira píla