Tekur collagen til að viðhalda unglegri húð

Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Ankra.
Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Ankra. Eggert Jóhannesson

Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Ankra ehf. hugsar vel um heilsuna. 

Hvað gerir þú til að hugsa sem best um heilsuna?

„Ég hreyfi mig reglulega, reyni að borða sem hollast og tek inn vítamínin mín en það sem gerir gæfumuninn er hugleiðsla. Ég er nýlega búin að uppgötva hugleiðsluna og finnst hún alveg nauðsynleg til að minnka stress og ná að slaka almennilega á.“

Hreyfir þú þig dagsdaglega?

„Já, ég reyni að gera það, en ég er samt ekki alltaf í ræktinni. Ég æfi blak á veturna og á sumrin spila ég golf, svo fer ég út að ganga með hundinn. Ég tek svo reglulega tarnir í ræktinni en oft finnst mér erfitt að koma því inn í pakkaða dagskrá, en ef ég er með fasta tíma sem ég mæti í klikkar það síður. Ég hef verið í einkaþjálfun hjá henni Helgu Lind og finnst það alveg frábært, þá missir maður ekki úr tíma.“

Hvernig hugsar þú um mataræðið?

„Ég vildi óska þess að ég borðaði bara hollan mat, en það er því miður ekki alltaf þannig. En ég geri alltaf mitt besta og borða mikið af próteini, grænmeti og ávöxtum og forðast unnin matvæli. Ég drekk líka mikið vatn og fæ mér oft heilsudrykki stútfulla af næringu og vítamínum. Þegar maður fer svo út af sporinu finnst mér best að taka góða æfingu og þá hef ég ekki lyst á óhollustu lengur.“

Hvað varð til þess að þið fóruð að framleiða próteinduft með collageni?

„Þegar við kynntumst áhrifunum sem kollagen hefur á líkamann vorum við alveg heillaðar. Japanskar og kóreskar konur hafa tekið inn kollagen í fjöldamörg ár til að viðhalda unglegri húð og líkama. Þegar við komumst svo að því að það væri hægt að framleiða þetta frábæra hráefni úr góða íslenska fisknum okkar sem kemur úr hreinum sjálfbærum fiskimiðum þá var þetta engin spurning.“

Vörurnar frá Feel Icleand eru búnar til úr íslenskum fiski.
Vörurnar frá Feel Icleand eru búnar til úr íslenskum fiski.

Hvað drekkur þú mikið af því á dag?

„Ég blanda tveimur matskeiðum út í heilsusjeika eða skyrdrykki á hverjum degi, yfirleitt á morgnana en það er líka mjög gott að fá sér einn sjeik á kvöldin ef nammiþörfin er farin að segja til sín.“

Hvað er í uppáhaldssjeiknum þínum?

„Uppáhaldssjeikinn minn þessa dagana er kallaður Andoxunar-skrímslið og er byggður á uppskrift frá heilsuhóteli í Kaliforníu. Ég blanda saman jarðarberjum, bláberjum, ananas, kókosvatni, kókosolíu, grænu dufti, collagen-dufti og vanillupróteini. Hann er rosalega ferskur og góður og minnir mig á Karíbahafið, sem er ekki slæmt í skammdeginu.“

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

„Við fjölskyldan vöknum saman og fáum okkur morgunmat, mjög oft eggjahræru eða hafragraut og heilsusjeik með. Svo fer maður að leita að skóladóti og fötum á börnin, eitthvað sem ég ætla alltaf að vera búin að hafa klárt kvöldið áður en gerist ekki oft en það er einmitt eitt af áramótaheitunum að breyta því. Allir hafa sig til og minnsta krílinu er skutlað í leikskólann og ég fer í Sjávarklasann þar sem við erum með skrifstofu. Eftir vinnu eru börnin sótt og hugað að kvöldmat. Því næst skelli mér á blakæfingu eða í göngutúr með hundinn. Krökkunum er svo komið í háttinn eftir heimalestur og þá gefst smá tími í hugleiðslu, tiltekt og þvott. Það er alltaf nóg að gera.“

Hvað gerir þú til að slaka á?

„Það allra besta er að fara upp í sumarbústað með fjölskyldunni með nóg af mat, tímarit og góða bók. Það er alveg magnað að sjá hvernig allir fara í annan gír að komast út fyrir bæinn. Og svo má ekki gleyma hugleiðslunni góðu.“

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég drekk mikið vatn, borða mikið af hollum olíum og tek inn kollagen og hyaluronic sýru. Ég passa upp á að hreinsa húðina vel á kvöldin og set á mig andlitsserum sem innihalda ensím og kollagen áður en ég fer að sofa sem hjálpar húðinni að endurnýja sig hraðar yfir nóttina. Á morgnanna þríf ég húðina aftur og set á mig andlitskrem. Einu sinni í viku skrúbba ég húðina og set á mig rakagefandi maska. Ég nota líka alltaf sólarvörn á sumrin, minnst 50 í andlitið og svo má ekki gleyma því að svefninn skiptir líka miklu máli.“

Raunhæft að léttast um hálft kíló á viku

18:00 Konráð Valur Gíslason, einkaþjálfari og eigandi Iceland Fitness, er með puttann á púlsinum þegar kemur að líkamsrækt og hreyfingu. Meira »

Kótelettur í raspi bestar

15:06 Inga Sæland formaður Flokks fólksins segist vakna alltof snemma en byrjar þó daginn á svörtu kaffi.  Meira »

Megrunaraðferðir sem rugla í hægðunum

12:00 Fólk ætti alla jafna að vilja hafa heilbrigðar hægðir. Sumir megrunarkúrar bjóða upp á ýkt mataræði sem hefur slæm áhrif á hægðirnar. Meira »

Salka Sól talar um eineltið

09:29 Söngkonan Salka Sól varð fyrir alvarlegu einelti. Hún segir að þetta hafi haft mikil áhrif á líf hennar  Meira »

Dressið sem fær sólina til þess að fölna

07:00 Blake Lively kom fram í sjö mismunandi dressum sama daginn. Það þarf varla að spyrja að því hvort karlkyns leikari hefði gert hið sama. Meira »

Kom út úr skápnum á brúðkaupsdaginn

Í gær, 23:59 Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk skilur konur og menn eftir upp við altarið. Sumir átta sig á göllum tilvonandi maka síns á meðan aðrir skilja sjálfa sig betur. Meira »

Á leigumarkaði frá 2010 og fann lausn

í gær „Ég var á leigumarkaði frá árinu 2010 og þar til í júní á þessu ári með fimm börn mest allan tímann. Árið 2010 gekk þetta. Leigan var há en ekki fjarstæðukennd. Eftir því sem tíminn leið hækkaði leigan, leigusamningar voru yfirleitt ekki gerðir nema til eins árs í einu og við lentum í ýmsum hremmingum með samninga, húsnæði og leigusala,“ segir segir Ásta. Meira »

Svona áttu að segja manneskju upp

Í gær, 21:00 Já það er til góð leið til þess að segja upp. Þótt að fréttirnar séu slæmar fyrir hinn aðilann þá er hægt að gera slæmt skárra. Meira »

Forðast það sem fitar og skaðar

í gær „Það er viturlegt að forðast eða útiloka alveg þá gerð sem skaðar, myndar bólgur og fitar okkur því þannig líður okkur einfaldlega betur. Ég tel einnig að þegar við erum í líkamlegu og andlegu jafnvægi þá leiðum við eitthvað gott af okkur sem þjónar okkur öllum.“ Meira »

Stjörnuspekingur gefur grenningarráð

í gær Ertu alltaf í átaki og er ekkert að virka? Getur ástæðan verið sú að þú ert ekki að beita réttu aðferðunum. Mismunandi aðferðir henta mismunandi fólki. Meira »

Mættu í sinu fínasta pússi

í gær Það var gleði og góð stemning í Bíó Paradís þegar íslenska kvikmyndin Sumarbörn var frumsýnd. Myndin fjallar um systkini sem send eru á vistheimili því foreldrarnir geta ekki hugsað um þau. Meira »

Myndi taka Obama með sér sem leynigest

í gær Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG veit fátt betra en að vera með manninum sínum og börnum þegar hún er ekki að vinna. Í viðtali við Smartland segist hún vera ánægð með lífið eins og það er. Meira »

Ekkert kynlíf í 18 mánuði

í fyrradag „Ég og konan mín höfum ekki stundað kynlíf í 18 mánuði eða síðan eftir að hún átti seinna barn okkar í erfiðri fæðingu þar sem hún þurfti að gangast í gegnum minni háttar aðgerð.“ Meira »

Ellý flutti inn til 21 árs sonar síns

16.10. Fjölmiðlakona Ellý Ármannsdóttir var einlæg og heiðarleg á fjölsóttu húsnæðisþingi í dag. Hún sagði frá því þegar hún missti húsið sitt, skildi og þurfti að flytja inn á son sinn. Meira »

Vel heppnað heimili við Ægisíðu

16.10. Við Ægisíðu í Reykjavík er falleg íbúð á góðum stað. Búið er að skipta um eldhús og fær bæsuð eik að njóta sín.   Meira »

Svöl 74 fm íbúð í Kópavogi

16.10. Við Þinghólsbraut í Kópavogi er falleg 74 fm íbúð þar sem hver fermertri er nýttur til fulls. Gráir og hvítir tónar mætast á sjarmerandi hátt. Meira »

Ætlaði að verða dýralæknir

í fyrradag Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir að líf hennar myndi aldrei ganga upp nema af því hún er svo vel gift. Þegar hún er ekki að vinna finnst henni best að vera með fjölskyldunni. Meira »

Nýtt útlit hertogaynjunnar vekur lukku

16.10. Katrín hertogaynja er aftur komin á stjá eftir mikla inniveru. Það geislaði af henni á Paddington-lestarstöðinni í Lundúnum í bleikum kjól með nýja hágreiðslu. Meira »

Flutti til Danmerkur og lærði að vefa

16.10. Ida María Brynjarsdóttir stundar nám við Skals højskolen for design og håndarbejde í Danmörku. Hún elskar handavinnu og hefur unum af því að gera fallegt í kringum sig. Sjálf er Ida 20 ára stúlka sem er alin upp í Borgarfirðinum. Meira »

Hugguleg heimaskrifstofa í Holtunum

16.10. Júlía Runólfsdóttir, grafískur hönnuður og annar stofnandi Studio Holt, hefur komið sér vel fyrir í huggulegri íbúð í Reykjavík. Meira »