„Þetta er eins og að hætta að reykja“

Sigurður Ragnar Sigurðsson stendur jafnan vaktina í versluninni. Honum við …
Sigurður Ragnar Sigurðsson stendur jafnan vaktina í versluninni. Honum við hlið er Stefán Björnsson, eigandi verslunarinnar, og Sigurrós Stefánsdóttir passar upp á að allt fari vel fram. Eggert Jóhannesson

Verslunin Uppskeran, sem staðsett er í Glæsibæ, er töluvert frábrugðin flestum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Þar má fá holla og góða matvöru, sem kaupa má umbúðarlaust og eftir vigt.

„Við ákváðum að opna þessa verslun til þess að koma góðum, lífrænum vörum til neytandans á sanngjörnu verði, og reyna að koma í veg fyrir of mikla plastnotkun. Með því  að minnka umbúðir teljum við okkur geta boðið betra verð, því að okkar mati skila umbúðir sér í hærra verði til kúnnans,“ segir Stefán Björnsson, eigandi verslunarinnar, og bætir við að ýmissa grasa kenni í búðinni.

„Við bjóðum upp á hunang, ólífuolíu, kókoshnetuolíu, eplaedik, hnetur, súkkulaði, krydd, korn, fræ og hrádrykki sem unnir eru úr okkar vörum svo eitthvað sé nefnt.“

Margt girnilegt leynist í versluninni.
Margt girnilegt leynist í versluninni. Mbl.is: Eggert Jóhannesson

En hvers vegna ætti fólk að velja umbúðalausar vörur?

„Það eru margar ástæður fyrir að kaupa umbúðalaust, til dæmis minna sorp sem fer betur með umhverfið. Virðing fyrir umhverfinu og jörðinni okkar eykst og almenn vitund um hvað hægt er að leggja af mörkum með því að koma með eigin umbúðir að heiman,“ segir Stefán og bætir við að umhverfismálin séu orðin afar vinsælt umræðuefni.

„Það er mjög vinsælt að tala um umhverfismálin, og meira að segja gaman, en það er erfiðara að framkvæma. Þetta er eins og að hætta að reykja. Það vilja allir hætta að reykja, en það er bara svo þægilegt að fá sér „smók“ og mikill ávani. Sem betur fer byrjar kraftaverkið alltaf í orðum okkar. Því meira sem við tölum um þessi mál, því auðveldara verður að hætta að velja plast og umbúðir og fara umhverfisvænu leiðina,“ segir Stefán. En hvaða vörur njóta mestra vinsælda í versluninni?

Okkar vinsælustu vörur eru hunang, ólífuolía, Alpha daily-hrádrykkurinn og lífræna súkkulaðið,“ segir Stefán hress í bragði.

Það kennir ýmissa grasa í versluninni.
Það kennir ýmissa grasa í versluninni. Mbl.is: Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál