Greta Salóme í fanta formi á Taílandi

Söngkonan Greta Salómé dvaldi í þrjár vikur á Taílandi í janúar ásamt kærasta sínum. Þar stunduðu þau stífar leikfimisæfingar. þar sem hún var í stífum æfingabúðum í Crossfit. Hún æfði í um þrjá tíma á dag milli þess sem hún vann í tónlistinni. 

„Ég og kærastinn minn erum búin að ætla  til Taílands í æfingaferð í langan tíma og létum loksins verða að því núna. Þetta er búið að vera rosalegt ár hjá mér og varla mínúta í frí þannig að það var kominn tími á þetta,“ segir Greta Salóme í samtali við Smartland.

„Ég var með stór verkefni að útsetja fyrir sinfóníuhljómsveitir sem ég þurfti að klára í janúar þannig að við ákváðum að ég myndi bara gera það úti á Taílandi á milli æfinganna og láta það ekki stoppa okkur í að fara.“

Greta Salóme dvaldi á Chalong á Phuket og æfðu þau í Tiger Muay Thai stöðinni. 

„Ég var mest í Bootcamp, lyftingum og bardagaþreki og fannst æfingarnar æðislegar þarna. Ég vaknaði kl 5 á morgnanna og vann í tónlistinni og byrjaði svo að æfa kl 8 og æfði með hléum til 2 um daginn og fór þá aftur í tónlistarvinnuna. Þetta var þess vegna ekki frí í hefðbundnum skilningi en mér finnst þetta skemmtilegra en að liggja á ströndinni allan daginn. Ég hefði reyndar alveg verið til í að sleppa við matareitrunina sem ég fékk en ég var alveg frá í tvo daga út af henni og fannst eiginlega verst að missa af æfingunum á meðan. Þær voru mjög stífar oft og svakaleg keyrsla á þeim og ég fókusaði mikið á svokallaðar HIIT æfingar þar sem púlsinn er keyrður vel upp. Við tókum svo nokkra daga í að fara í ferðir á eyjarnar í kring sem var algjörlega frábært,“ segir hún. 

Greta Salóme hefur sjaldan verið í betra formi. 

„Ég elska að hreyfa mig og finnst nauðsynlegt að vera í góðu formi til að takast á við allt sem ég er að gera. Þannig að mér fannst æðislegt að hafa nógu góðan tíma þarna úti til að einbeita mér að æfingunum. Það er mjög stórt ár framundan sem er eiginlega orðin vel bókuð fram til febrúar 2018 þannig að það var æðislegt að koma sér vel í gírinn svona,“ segir hún. 

Ferðaþorsti einkennir líf Gretu Salóme en hún verður mikið á ferð og flugi á þessu ári. 

„Þó ég sé búsett á Íslandi þá er ég mikið að koma fram erlendis og er á miklu flakki á þessu ári. Það sem ég elska við ferðalögin er að fá tækifæri til að kynnast nýju fólki og vinna með tónlistarfólki alls staðar að. Maður hefur svo gott að því að fá innblástur frá nýju umhverfi og svo eru það forréttindi að fá að fara með tónlistina sína víða. Það er eitthvað sem ég er mjög þakklát fyrir og tek ekki sem sjálfsögðum hlut,“ segir hún. 

Greta Salóme hefur sjaldan verið í betra formi.
Greta Salóme hefur sjaldan verið í betra formi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál