Tyggðu oftar ef þú vilt grennast

Mikilvægt er að beita almennri skynsemi þegar borðað er en …
Mikilvægt er að beita almennri skynsemi þegar borðað er en ekki troða í sig matnum á ógnarhraða. Einnig er mikilvægt að sitja á meðan borðað er.

Hvernig þú borðar matinn þinn er nánast jafnmikilvægt og hvaða mat þú borðar segja næringarfræðingar. Í greinargóðum pistli um málið á www.healthnutdiets.com segir jafnframt að athöfnin að borða sé ákveðið ferli fyrir líkamann og að aðferðin hafi áhrif á meltinguna og brennsluna og upptöku næringarefnanna í fæðunni.

Er í raun verið að benda á hve mikilvægt það er að borða matinn sinn með fullri vitund og að matinn eigi að tyggja vel og borða hægt svo að líkaminn hafi tíma til að vinna.

Hér má sjá nokkur skynsamleg ráð til þess að halda þyngdinni í skefjum:

1. Borðaðu þegar þú ert svangur.
2. Ekki borða yfir þig.
3. Borðaðu sitjandi.
4. Borðaðu hægt.
5. Andaðu djúpt á milli bita.
6. Tyggðu matinn vel.
7. Finndu bragðið af matnum og njóttu þess.
8. Drekktu mikið vatn alla daga vikunnar.
9. Borðaðu takmarkað magn af unnum mat.
10. Borðaðu góða blöndu af próteinum, fitum og flóknum kolvetnum.

Ekki fara á mis við góðan mat með því að …
Ekki fara á mis við góðan mat með því að tyggja hann of hratt. Leyfðu þér að finna bragðið og njóta. Golli / Kjartan Þorbjörnsson



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál