Vantar þig prótein í kroppinn?

Próteinskortur er ekki algengur, en getur haft hvimleiðar afleiðingar.
Próteinskortur er ekki algengur, en getur haft hvimleiðar afleiðingar. Ljósmynd / Getty Images

Flestir fá nægilegt magn próteins úr fæðunni, en próteinskortur er fremur fátíður. Þeir sem borða einhæft fæði eru þó fremur í hættu á að þróa með sér próteinskort sem getur haft í för með sér ílöngun í próteinríka fæðu, auk þess sem hann getur orðið til þess að árangur í ræktinni lætur á sér standa.

Vefurinn SELF hefur tekið saman nokkur atriði sem benda til þess að þú sért ekki að fá nægjanlegt prótein úr fæðunni.

Þú þráir prótein
Ef líkamann vantar prótein gætir þú farið að fá ílanganir í próteinríka fæðu. Ef þig langar skyndilega í kjúkling, eða linsubaunasúpu skaltu endilega láta undan.

Þig langar í sykur
Prótein er lengur að fara í gegnum meltingarveginn heldur en kolvetni. Ef þú borðar máltíð sem samanstendur að mestu af kolvetnum getur blóðsykurinn hækkað skyndilega og síðan fallið jafnskyndilega aftur. Þetta hefur í för með sér ílöngun í sykur.

Hárið er tekið að þynnast
Hárið er að mestu samansett úr próteinum (aðallega keratíni). Ef líkaminn fær ekki nægt prótein úr fæðunni gæti hárið tekið að þynnast og lokum detta af.

Neglur og húð er í ólagi
Prótein er mikilvægt fyrir heilbrigðar neglur og húð. Ef þú færð ekki nægt prótein úr fæðunni geta neglurnar orðið brothættar, auk þess sem húðin getur tekið upp á því að flagna.

Veikindi verða tíðari
Prótein er nauðsynlegt til þess að ónæmiskerfið starfi sem best. Ef líkaminn fær ekki nægt prótein gæti það haft neikvæð áhrif á ónæmiskerfið.

Þreyta og slen fer að segja til sín
Langvarandi próteinskortur getur orðið til þess að líkaminn fer að brjóta niður vöðva sem leiðir af sér þreytu og slen.

Ef þig langar í kjúklingasalat skaltu láta það eftir þér. …
Ef þig langar í kjúklingasalat skaltu láta það eftir þér. Líkaminn gæti verið að segja þér að þig vanti prótein. Ljósmynd / Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál