Tekur meistaramánuð með trompi

Þorsteinn Kári Jónsson, annar stofnandi meistaramánaðar, er lunkinn við að …
Þorsteinn Kári Jónsson, annar stofnandi meistaramánaðar, er lunkinn við að setja sér skýr markmið. Ljósmyndari / Gassi

Það hefur varla farið fram hjá neinum að Meistaramánuður er á næsta leiti, en hann hefst 1. febrúar. Þá skora þátttakendur sig á hólm, setja sér markmið og reyna að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Átakið hefur legið í dvala undanfarið, en hefur nú verið endurvakið og snýr Meistaramánuður því aftur tvíefldur.

„Ég og Magnús Berg félagi minn byrjuðum með þetta árið 2008 og á einhvern ótrúlegan máta vatt þetta bara endalaust upp á sig,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, annar stofnandi meistaramánaðar.

„Alltaf varð þetta stærra og fleiri sem tóku þátt. Árið 2015 töldum við að átakið væri komið til að vera og vonuðumst svolítið til þess að þetta myndi reka sig sjálft. Við komumst síðan að því að sú var því miður ekki raunin,“ bætir Þorsteinn við, en átakið hefur nú verið sett á laggirnar á ný með hjálp Íslandsbanka.

 „Okkur fannst kjörið að fá samstarfsaðila til liðs við okkur til að geta keyrt þetta áfram af þeirri ákefð og fagmennsku sem við höfum alltaf séð fyrir okkur. Það er algjörlega ómetanlegt að fá Íslandsbanka inn í verkefnið með okkur. Þetta er náttúrlega eitthvað sem við höfum sinnt upp á eigin spýtur og með dyggri hjálp frá fólkinu í kringum okkur hingað til. Það tekur sinn toll og það er erfitt að réttlæta það fyrir fjölskyldunni og vinnuveitendum að maður eyði öllum sínum tíma í þetta.“

Þorsteinn er að taka þátt í Meistaramánuði í tíunda skipti, og kann því orðið vel að setja sér skýr markmið. En hvað skyldi hann ætla sér að gera betur að þessu sinni?

„Ég ætla að fara í skoðun hjá Hjartavernd til að athuga hvort það sé ekki í góðu lagi með mig, enda er nauðsynlegt að gera það reglulega. Sama á við um tannlækninn. Mér hefur einnig þótt skemmtilegt að setja mér stífar reglur í kringum mataræðið. Bæði vegna þess að maður verður agaðri og líka vegna þess að maður lærir svo margt nýtt varðandi eldamennsku. Ég ætla því að prufa svokallað keto-mataræði, sem þýðir að ég ætla að forðast öll kolvetni eins og hægt er. Ég er mjög spenntur fyrir því.“

„Þetta er skemmtilegt og maður á að hafa gaman að þessu. Maður á að hvetja fólkið í kringum sig áfram og vera duglegur að vera jákvæður“, segir Þorsteinn að endingu, en áhugasamir geta fengið frekari upplýsingar um átakið á heimasíðu meistaramánaðar, sem og á Facebook.

Margir einsetja sér að borða hollan mat og hreyfa sig …
Margir einsetja sér að borða hollan mat og hreyfa sig í meistaramánuði. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál