20 kostir þess að hugleiða

Hugleiðsla er einföld, fljótleg krefst þess ekki að þú skiptir …
Hugleiðsla er einföld, fljótleg krefst þess ekki að þú skiptir um föt, keyrir á milli staða né annað. Hana getur þú iðkað hvar sem er og hvenær sem er. evgenyatamanenko

Flestir eru í kapphlaupi við tímann frá því þeir fara á fætur þar til þeir leggjast til hvílu á ný og þá oft með hugann yfirfullan af ókláruðum verkefnum og streituna streymandi um líkmann. Flestir eru þar af leiðandi ginkeyptir fyrir skyndilausnum í átt að betra lífi, bættri heilsu, betri svefni og svo framvegis.

Kannistu við öll þessi einkenni er mögulega ein lítil lausn sem gæti hjálpað til. Ekki er um að ræða skyndilausn heldur litla iðkun sem kallast hugleiðsla en hugleiðsla er svo sannarlega ekki ný af nálinni og árangur hennar þykir ótrúlegur. Hugleiðsla er einföld, fljótleg krefst þess ekki að þú skiptir um föt, keyrir á milli staða né annað. Hana getur þú iðkað hvar sem er og hvenær sem er.

Þeir eru ófáir kostirnir sem fylgja því að hugleiða en hér eru alla vega tuttugu sem gera það vel þess virði að prófa.

1. Kvíði minnkar

2. Ónæmiskerfið styrkist

3. Slakar á vöðvaspennu

4. Minnkar höfuðverki og mígreni

5. Lækkar blóðþrýsting

6. Bætir svefngæði

7. Vinnur á móti þunglyndi

8. Eykur heilavirkni

9. Minnkar ótta og fóbíur

10. Eykur athygli og fókus

11. Eykur sjálfstraust

12. Bætir minni

13. Minnkar fíknir

14. Eykur tilfinningalegt jafnvægi

15. Betra innsæi

16. Viljastyrkurinn eykst

17. Minni reiði og ofsi

18. Hjálpar þér að lifa í núinu

19. Vinnur gegn áfallastreituröskun

20. Heldur þér yngri!

Á heimasíðunni í boði náttúrunnar má lesa einfalda aðferð að hugleiðslu. Því ekki að prófa!

Einföld hugleiðsla

Þegar hugleiðsla er prófuð í fyrsta sinn er best að hafa hana einfalda og stutta. Gott er að venja sig á að standa við þann tíma sem maður einsetur sér enda hugurinn fljótur að aðlagast.

Komdu þér vel fyrir á stól með góðan stuðning við bakið og hendur í kjöltu eða á lærum. Mikilvægt er að ganga úr skugga um að maður verði ekki fyrir truflun. Dragðu djúpt inn andann, alveg niður í maga. Á útöndun lætur þú alla spennu líða úr líkamanum. Endurtaktu þetta nokkrum sinnum eða þangað til þú hefur náð góðri slökun. Beindu athyglinni að önduninni sem er nú orðin eðlileg. Finndu hvernig loftið streymir út og inn um nasirnar og sjáðu jafnvel fyrir þér magann eða brjóstkassann lyftast og hníga með hverjum andardrætti. Ef hugsanir koma upp í hugann tekur þú eftir þeim en sleppir þeim aftur um leið og þú áttar þig á því að hugsunin er farin að snúast um eitthvað annað en andardráttinn. Ekki dæma eða pirrast þótt hugsanir streymi fram til að byrja með; þeim fækkar um leið og þú nærð betri stjórn á huganum. Prófaðu þetta fyrst í 5 eða 10 mínútur og svo getur þú lengt tímann eftir hentugleika.

Hugleiðsla getur farið fram hvar og hvenær sem er.
Hugleiðsla getur farið fram hvar og hvenær sem er. Getty images

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál