Þessar vörur eru með minni sykri

Júlía Magnúsdóttir segir að það sé best að búa til …
Júlía Magnúsdóttir segir að það sé best að búa til sitt eigið múslí og sína eigin ávaxtasafa til að tryggja að ekki sé búið að setja sykur í vörurnar.

„Sykur er ekki bara sykur og því miður getur reynst flókið og tímafrekt að þekkja sykur á innihaldslýsingum þar sem hann gengur undir hinum ýmsu nöfnum og leynist í ótrúlegustu matvörum. Þegar hefja á sykurlaust líf þarf því að endurskoða fleira en þessi augljósu sætindi eins og bakkelsi, gos og nammi.

Flestir kaupa alltaf sömu matvælaafurðirnar af vana, en þegar það val er endurskoðað og skipt er yfir í hollari kosti má strax finna mun. Litlar og einfaldar breytingar skipta oft sköpum,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi.

Júlía Magnúsdóttir veit hvað er sniðugt að kaupa í staðinn …
Júlía Magnúsdóttir veit hvað er sniðugt að kaupa í staðinn fyrir sykraðar vörur og hún veit líka hvað ber að varast.


Hér er hún búin að taka saman lista til að hjálpa lesendum Smartlands að sneyða hjá sykruðum vörum og velja hollari staðgengla: 

  • Tómatsósa -> Lífræn tómatsósa eða heimagerð tómatsósa
  • Safi -> Stór hluti þeirra ávaxtasafa sem fást í verslunum eru með viðbættum sykri. Útbúið sjálf safa eða veljið hreina safa án viðbætts sykur, þeir eru nógu sætir fyrir.
  • Múslí -> Heimagert eða lífrænt múslí
  • Niðursuðuvörur (baunir, ávextir o.fl.) -> Sem dæmi er töluvert af sykri í þessum klassísku bökuðu baunum, veljið því frekar lífræna krukku ef keyptar eru soðnar baunir.
  • Ávaxtajógúrt -> Hrein jógúrt eða heimagerð. Í bókinni Lifðu til fulls er t.d. að finna nokkrar uppskriftir af góðum jógúrtum þar sem kókosmjólk er notuð í stað mjólkurafurða.
  • Brauð -> Veljið súrdeigsbrauð eða annað gróft brauð. Hér er mjög mikilvægt að skoða innihaldsefnin því mörgum dettur ekki í hug hversu mikill sykur getur verið í brauð
  • Pestó og sultur-> Það leynist oft sykur í ýmsum pestóum og sultum. Lífræn pestó eru flest mjög góðir kostir þá í staðinn. Vörumerki Sollu er t.d. með gott pestó sem er bæði sykurlaust og vegan. Svo er heimagert pestó dásamlegt!
  • Próteinstangir. Flestar próteinstangir sem kallast raw innihalda döðlur sem gefa trefja og þá skárri en hvítur unninn sykur. Raw-stangir frá Aduna eru þá góðir kostir.

Hér eru svo nokkrar þumalputtareglur sem gott er að fara eftir í matarkaupum:

1. Hráefni eru talin upp á umbúðum eftir magni, frá mest til minnst. Fyrstu innihaldsefnin á umbúðum ættu því að vera hreinar afurðir.

* Taktu því sem stendur fremst á umbúðum ekki alltaf bókstaflega. Matvælaframleiðendur eiga það til að setja misleiðandi skilaboð framan á umbúðir. Brauð sem dæmi gæti verið merkt „spelt“ en síðan er kannski aðeins lítið hlutfall af innihaldsefnunum spelthveiti. Einnig gæti það gerst að vara sem merkt er „original“, sé keypt í flýti, mistúlkuð sem lífræn eða „organic“. Orðin eru mjög lík og auðvelt að ruglast á.

2. Ef innihaldslýsingin telur upp langt nafn sem þú getur ekki borið fram, er líklegt að það innihaldsefni sé ekki gott fyrir líkamann.

3. Skoðaðu upptalningu innihaldsefna samhliða næringargildi. Stundum er sett fram 0 g sykur þrátt fyrir að sykur sé talinn upp í innihaldsefnum.

4. Hafðu í huga mismunandi nöfn sykurs á umbúðum. Eftirfarandi innihaldsefni ætti að reyna forðast: sugar, detroxe, fruit juice concentrate, high fructose corn syrup, sorbitol.

5. Veldu afurð með fáum innihaldsefnum. Ef verið er að velja á milli tveggja afurða, veldu frekar þá sem hefur færri innihaldsefni.

Að elda frá grunni er alltaf besti kosturinn í stöðunni þegar kemur að matarvali. Það þarf alls ekki að vera tímafrekt því eins og ég minntist á þá er hollari valkosturinn yfirleitt sá sem inniheldur færri hráefni.

Einn helsti lykillinn að hreinni matargerð og mataræði er undirbúningur. Með góðum undirbúning eru minni líkur á því að maður grípi einhverja óhollustu í flýti þegar annríki dagsins tekur við. Ég geri gjarnan hummus, pestó og pastasósur og set í frysti, sem má síðan taka út kvöldið eða morguninn áður en það er notað.

Júlía stendur nú fyrir sykurlausri áskorun á vefnum Lifðu til fulls. Þú getur skráð þig HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál