Ertu að fara illa með tímann þinn í lífinu?

Ekki eyða lífinu með fólki sem er ekki gott fyrir …
Ekki eyða lífinu með fólki sem er ekki gott fyrir þig. Lífið er of stutt. Ljósmynd / Getty Images

Að meðaltali lifir hvert og eitt okkar í 27.000 daga og er óhætt að segja að við eyðum þeim misgáfulega. Við eigum það öll sameiginlegt að sofa í kringum einn þriðja af þessum dagafjölda yfir ævina. Svo eru það ungbarnaárin sem við munum varla eftir og þá er óhætt að segja að það sé óþægilega lítill tími eftir sem við höfum úr að moða til að skapa góðar minningar.

Á heimasíðunni http://www.inc.com má finna áhugaverða samantekt yfir það sem við ættum ekki að eyða þessum dýrmæta tíma í.

Að vera umkringdur röngu fólki

Að meðaltali eyðir hver og einn mestum tíma sínum með fimm manneskjum, það væri því ótrúlega óskynsamlegt að velja þær ekki vel því það á ekki hver sem er að komast í innsta hringinn þinn, hvað þá fólk sem hefur ekki góð áhrif eða brýtur þig niður. Líttu þér nær og skoðaðu fólkið sem þú ert alltaf með og hvernig það lætur þér líða. Ef niðurstaðan er ekki góð, er kominn tími á tiltekt.

Tuð og kvart

Þetta hljómar kannski ekki mjög mikilvægt en staðreyndin er sú að því meira sem þú tuðar og tautar fer heilinn að verða móttækilegri fyrir neikvæðni. Neikvæðnin kemur svo í veg fyrir þína eigin hamingju og því er akkúrat enginn ávinningur með endalausu tuði. Vertu glaður og jákvæður og þú færð miklu meira út úr lífinu.

Að biðja ekki um aðstoð

Það virðast margir hverjir ströggla við það að biðja um hjálp og taka hin og þessi verkefnin algjörlega á hnefanum í stað þess að biðja fólkið sitt um aðstoð. Það felst enginn ósigur í því að biðja fólk um hjálp og ef við snúum dæminu við þá þykir flestum lítið sem ekkert mál að aðstoða aðra. Æfðu þig í að spyrja og sparaðu tímann þinn og orku í eitthvað sem þú getur leyst ásamt fólkinu þínu á örskotsstundu.

Að elta stundarhamingju frekar en góð gildi og tilgang

Það er óneitanlega auðvelt að falla í freistingar lífsins á allan hátt en oft og tíðum stendur gleðin og hamingjan stutt yfir ef rökhugsunin er ekki til staðar. Rannsóknir sýna að fólk sem hefur sterka sýn á tilgang sinn og gildi í lífinu öðlast frekar raunverulega hamingju heldur en þeir sem eltast stöðugt við stundarhamingju.

Að loka á eigin tilfinningar

Ef raunverulegar tilfinningar fá aldrei að skína eða koma í ljós eru litlar líkur á að þú komist á réttan stað í lífinu. Hlustaðu á sjálfan þig, finndu út hvað þú vilt áður en þú ferð að vinna út frá tilfinningum annarra. Enginn annar mun tala þínu máli og því er afar mikilvægt að þú standir með þér og hafir hugrekki til að fylgja hjartanu.

Góð gildi eru galdurinn að innihaldsríku lífi.
Góð gildi eru galdurinn að innihaldsríku lífi. Skjáskot Prevention
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál