Förðunartrixin hennar Birgittu

Birgitta Sigurðardóttir.
Birgitta Sigurðardóttir.

Birgitta Sigurðardóttir er 24 ára gömul og býr Kaupmannahöfn. Hún flutti til Danmerkur til að fara í meistaranám við Copenhagen Business School þar em hún lærir alþjóðamarkaðssetningu og stjórnun. Hún er líka formaður Félags Íslendina í CBS og svo er hún vinsæll snappari. Ég fékk að kíkja aðeins í snyrtibudduna hennar og bað hana um að deila nokkrum leynitrixum með lesendum Smartlands. 

Hvernig farðar þú þig dagsdag­lega?

„Dagsdaglega vil ég vera náttúrulega förðuð. Er oft ómáluð og finnst gott að leyfa húðinni að anda. En annars nota ég litað dagkrem frá Bare Minerals sem heitir Complexion Rescue. Finnst það gefa ótrúlega góðan raka og fallegan gljáa. Svo Prep+Prime pennann frá MAC undir augun til að birta til. Sólarpúður frá Chanel og svo maskara.“ 

En þegar þú ert að fara eitt­hvað spari?

„Ég elska að taka mér góðan tíma að farða mig þegar ég er að fara eitthvað spari. Þá nota ég fljótandi farða á húðina og skyggi með Anastasiu Beverly Hills pallettunni. Set svo Beccu highlighterinn ofan á kinnbeinin og brúnleita augnskugga og gerviaugnhár. Svo ljósan varalit frá Marc Jacobs, finnst þeir vera með þeim bestu sem ég hef prófað.“

Hvað tek­ur þig lang­ar tíma að jafnaði að hafa þig til?

„Dagsdaglega kannski 15 mínútur. Svo þegar ég er að fara spari þá alveg góða klukkustund.“

Áttu þér upp­á­halds­snyrti­vöru?

„Face tan Water frá Eco by Sonya klárlega. Lífrænt andlitsvatn sem heldur manni útiteknum allan ársins hring og gefur góðan raka.“

Hvað ger­ir þú til að halda húðinni við?

„Ég nota vandaðar og hreinar vörur á húðina mína. Ég spái mjög mikið í innihaldsefni. Er dugleg að hreinsa húðina með Clarisonic-burstanum mínum. Set reglulega á mig hreinsimaska og rakamaska. Mér finnst maskanir frá Blue Lagoon og Origins bestir. Einnig finnst mér gott að nota serum endrum og eins þegar húðin þarf meiri raka, t.d. Bio Effect Dagserumið. Svo tek ég hörfræolíu inn daglega og ber einnig arganolíu eða apríkósuolíu á húðina.“

Áttu eitt­hvert skot­helt förðun­ar­ráð sem trygg­ir flotta förðun?

„Vera búin að skrúbba húðina kvöldið áður og nota Nordic Skin Peel frá Skyn Iceland. Svo sofa með góðan rakamaska. Þá er húðin í flottu standi til að vera með farða og farðinn kemur mun betur út á húðinni. Svo er góður primer alveg must til að tryggja að förðunin haldist allt kvöldið. Mér finnst þeir frá Smashbox bestir.“

Hvað ger­ir þú til að dekra við þig?

„Ég er mjög dugleg að dekra við mig. Finnst gott að þurrbursta húðina reglulega og skrúbba með kaffiskrúbb. Einnig mæli ég með að fara í gufubað, það hjálpar húðinni að hreinsa sig. Svo er gott að setja góðan maska og horfa á þátt eða lesa bók. Spari þá nota ég líka augngelpúða undir augun t.d. frá Skyn Iceland.“

Er eitt­hvað sem þú mynd­ir ekki gera þegar kem­ur að förðun?

„Að fylla og móta augabrúnirnar of mikið. Finnst þær fallegastar þegar þær eru aðeins náttúrulegri en ekki of dökkar og mótaðar.“

Hér getur þú fylgst með Birgittu á Instagram. 

Birgitta Sigurðardóttir.
Birgitta Sigurðardóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál