Vilborg Arna til Cintamani

mbl.is

Í dag undirrituðu Vilborg Arna og Cintamani samstarfssamning. Vilborg Arna mun klæðast Cintamani-fatnaði í þeim verkefnum sem hún mun taka sér fyrir hendur á næstunni. Eins mun Cintamani vera bakhjarl fyrirlestra og annarra námskeiða sem boðið verður upp á í tengslum við útivist með Vilborgu.

„Við höfum undanfarna 14 mánuði unnið að hönnun á nýrri vörulínu sem kemur í verslanir með vorinu. Vörulínan hefur verið í prófun hjá nokkrum aðilum og fengum við Vilborgu til að koma og prófa nokkrar vörur. Hún heillaðist og við höfum ákveðið að fara í nánara samstarf,“ segir Einar Karl Birgisson, framkvæmdastjóri Cintamani.

Vilborg Arna er hæstánægð með samstarfið við Cintamani. 

„Ég lifi og hrærist í útivist alla daga og það er mikilvægt að vera í góðum fatnaði. Ég prófaði nýju vörulínuna frá Cintamani og hún er ein af þeim flottari sem ég hef séð. Það er skemmtileg stemning í Cintamani og þar fann ég góðan farveg fyrir þau verkefni sem ég er að vinna að bæði í tengslum við stærri leiðangra og sem og útivist almennt. Eitt af fyrstu verkefnunum okkar er að fara af stað með Cintamani Adventure Club sem er langþráður draumur og hugarfóstur okkar Tomma, mannsins míns. Þar verður boðið bæði upp á fræðslu og viðburði sem spanna alla þætti útivistar hvort sem það eru skíði, hjól, fjallgöngur eða hvað sem er. Í kringum Cintamani er margt fagfólk sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu og það verður frábært að fá að læra hvert af öðru.“

Vilborg Arna hefur á undanförnum árum gengið yfir Grænlandsjökul, farið ein á suðurpólinn, klifið hæstu tinda í sex heimsálfum ásamt því að hafa tvisvar sinnum reynt við Everest en þurft að hverfa frá vegna náttúruhamfara. Vilborg hefur jafnframt klifið sjötta hæsta fjall jarðarinnar Cho Oyu án utanaðkomandi aðstoðar og án súrefnis.

mbl.is
mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál