Brjóstahaldarinn gerir lítið gagn

Það er alger óþarfi að sofa í brjóstahaldara.
Það er alger óþarfi að sofa í brjóstahaldara. Ljósmynd / Getty Images

Margar konur vilja meina að gott sé að sofa í brjóstahaldara, til þess að koma í veg fyrir að brjóst þeirra fari að síga seinna meir.

Læknirinn Seth Rankin segir að þetta sé þó hin mesta della og bætir við að það geti hreinlega verið slæmt fyrir líkamsstarfsemina að sofa í brjóstahaldara.

„Þegar þú liggur út af ýtir þyngdaraflið brjóstunum niður í átt að bringunni, í stað þess að tosa þau niður í átt til jarðar. Þar af leiðandi er það algerlega óþarft að sofa í brjóstahaldara, sem eru auk þess hannaðir til þess að styðja við brjóstin neðan frá,“ segir Rankin í viðtali við Cosmopolitan.

Þá bendir læknirinn einnig á að sé brjóstahaldarinn of þröngur geti hann hægt á blóðflæði til nærliggjandi vefja.

„Það sama má segja um sogæðakerfið. Of þröngur brjóstahaldari getur hindrað flæði sogæðavökva að eitlunum, sem getur þannig staðið í vegi fyrir því að líkaminn nái að losa sig við eiturefni.“

Það er því sennilega best að gefa brjóstunum frelsi á nóttinni, enda getur óþægilegur brjóstahaldari skemmt svefn og valdið alls kyns usla.  

Það er best að leyfa brjóstunum að vera frjálsum á …
Það er best að leyfa brjóstunum að vera frjálsum á nóttinni. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál