Fagurkerinn Anna Eiríksdóttir

Anna Eiríksdóttir deildarstjóri í Hreyfingu.
Anna Eiríksdóttir deildarstjóri í Hreyfingu. mbl.is/Árni Sæberg

Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, íþróttakennari og einkaþjálfari, hefur lifað og hrærst í heimi heilsunnar um árabil og gefið landanum góð og gild ráð til að hugsa sem best um líkama og sál.

Hvað gerirðu til að dekra við sjálfa þig?

Að fara á góða æfingu og rækta líkama og sál er algjört dekur að mínu mati, það eru forréttindi að geta það og ég nýt þess í botn. Þegar ég vil gera eitthvað ótrúlega notalegt fyrir sjálfa mig þá er toppurinn að fara í Blue Lagoon Spa í nudd eða annað dekur, það er yndislegt.

Hvaða óþarfa keyptirðu þér síðast?

Marc Jacobs-tösku sem ég þurfti samt svo ótrúlega mikið á að halda!

Uppáhaldsíþróttafatnaður?

Ég elska Nike fatnaðinn, hann er í algjöru uppáhaldi.

Hlutur sem er ómissandi?

Íþróttaskórnir mínir, þeir eru í stöðugri notkun. iPhone-inn fylgir svo fast á eftir.

Mest notaða snyrtivaran í snyrtitöskunni?

Snyrtitaskan mín er full af allskonar flottu snyrtidóti sem er frekar fyndið því ég er ótrúlega léleg í því að mála mig og geri lítið af því dags daglega en ég myndi segja að Complexion Rescue frá Bare Minerals væri eitthvað sem ég gæti ekki verið án, það er algjört æði, nota það á hverjum degi ásamt sólarpúðri, finnst það alveg nauðsynlegt.

Uppáhaldsverslun?

Epal fyrir heimilið og Kúltúr og Zara fyrir mig.

Epal í Skeifunni.
Epal í Skeifunni. mbl.is/Styrmir Kári

Uppáhaldsborgin til að versla í?

New York er æðisleg til að versla í – enda ein af mínum uppáhaldsborgum.

Uppáhaldsflíkin þín?

Ég veit að það er örugglega bannað að segja hlaupabuxurnar mínar þannig að uppáhaldsflíkin mín er svarti pelsinn minn sem ég er búin að eiga í mörg ár og finnst hann alltaf jafnsmart, elska svoleiðis flíkur, tímalausar og alltaf jafnflottar.

Besti veitingastaðurinn á Íslandi?

Rok, hann er algjört æði. Svo finnst mér geggjað að skjótast á Gló í hádeginu og fá mér eina skál, það klikkar aldrei.

Veitingastaðurinn ROK.
Veitingastaðurinn ROK.

Uppáhaldsmorgunmatur?

Acai-skál með ferskum berjum og kókos eða hafragrautur með vanillumjólk, chia-fræjum, bláberjum og hindberjum, get hreinlega ekki gert upp á milli.

Uppáhaldssmáforrit?

Instagram, er þar undir aeiriks með alls konar hugmyndir að æfingum og svo finnst mér Nike Training Club algjör snilld.

Hvað er á óskalistanum?

Skíðaferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál