Léttist um 30 kíló á fimm dögum

Eman Ahmed er ein þyngsta kona heims.
Eman Ahmed er ein þyngsta kona heims. Ljósmynd/Úr einkasafni

Eman Ahmed hefur glímt við erfiðan sjúkdóm alla sína ævi sem hefur leitt af sér verulega þyngdaraukningu. Sjúkdómurinn veldur ofvexti í líkamanum en hún var fimm kg þegar hún fæddist. 

Hún er nú um 495 kg að þyngd og hefur hún ítrekað ratað í heimspressuna vegna þyngdar sinnar. Nú er hún á leið í aðgerð sem á að auðvelda henni að komast í eðlilega líkamsþyngd. 

Ahmed er þyngsta kona í heimi, svo vitað sé til, og þegar læknar heyrðu af vandamáli hennar buðust þeir til að framkvæma aðgerðina án endurgjalds. Þegar hún átti að fara í aðgerðina kom bakslag því í ljós kom að hún var of þung til að gangast undir aðgerðina.

Þá voru góð ráð dýr og til þess að halda áætlun var Amhed sett á sérstakt mataræði með það markið að grenna hana. Mataræðið sem hún var sett á er alveg hreint og á hverjum degi borðar hún 1200 hitaeiningar. Það er kannski ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að Ahmed tókst að léttast um 30 kg á fimm dögum með því að borða bara 1200 hitaeiningar á dag. 

Nú er bara að bíða og sjá og vonast til þess að mataræðið og aðgerðirnar geri það að verkum að hún geti lifað eðlilegu lífi og komist sem næst kjörþyngd. 

Eman Ahmed léttist um 30 kg á einni viku.
Eman Ahmed léttist um 30 kg á einni viku. Ljósmynd/Úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál