Að æfa úti eða inni?

Það getur verið endurnærandi að stunda hreyfingu utandyra.
Það getur verið endurnærandi að stunda hreyfingu utandyra. mbl.is/getty images

Margir velta eflaust fyrir sér hvort sé betra að æfa innandyra eða utandyra. Women‘s Health fór yfir kosti og galla þess, eitthvað sem Íslendingar ættu að hafa í huga þegar snjórinn fer að bráðna og sólin hækkar á lofti.

Æfingar innandyra

Kostir

Betri einbeiting. Þegar æft er inni er enginn vindur, kuldi eða gott útsýni sem dregur frá þér athyglina. Þú heldur því betri einbeitingu á inniæfingum.

Betri árangur. Með meiri einbeitingu og hraða í æfingunum nærðu betri árangri. Sem þýðir meiri fitubrennsla og vöðvauppbygging.

Gallar

Er þetta að verða búið? Það þarf sjálfsaga þegar hlaupið er á hlaupabrettinu. Skortur á hvatningu getur verið vandamál þegar æft er inni.

Enginn vindur og kuldir truflar þig á hlaupabrettinu.
Enginn vindur og kuldir truflar þig á hlaupabrettinu. mbl.is/getty images

Útiæfingar

Kostir

Minna stress. Rannsóknir sýna að fólk er minna stressað eftir að hafa æft undir berum himni. Græn svæði eru róandi og gefa huganum hvíld.

Gallar

Rigning. Þegar þú æfir úti þarftu að vera tilbúin/n í hvaða veður sem er, jafnvel rigningu. Eða stórhríð ef þú ert á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál