7 leiðir til þess að bæta svefninn

Það er ýmislegt sem kemur í veg fyrir góðan svefn.
Það er ýmislegt sem kemur í veg fyrir góðan svefn. mbl.is/Thinkstockphotos

Svefn er undirstaðan að góðri líðan. Sænska Metro-blaðið fór yfir nokkur atriði sem er gott að hafa í huga til þess að ná betri svefni. Hvort sem það er fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með það að sofna á kvöldin eða þá sem eru að vakna upp á nóttinni.

Fáðu sólarljós yfir daginn

Það er gott að sofa með slökkt ljósin en til þess að líkaminn skilji að það sé kominn tími til þess að fara að sofa þarf hann að fá dagsljós yfir daginn.

Reyndu að komast hjá ljósi frá raftækjum

Ef þú færð ekki nógu mikið sólarljós yfir daginn verður líkaminn hungraður í ljós á kvöldin. Það er því mikilvægt hálftíma áður en farið er að sofa að leggja frá sér öll raftæki sem gefa frá sér ljós. Ljós frá raftækjum geta haft áhrif á svefninn.

Reyndu að forðast vín

Margir halda að sé gott að fá sér vínglas fyrir svefninn, þá sé léttara að sofna. Alkóhól getur hins vegar haft slæm áhrif á hversu vel þú sefur.

Planaðu hvenær þú hreyfir þig

Það er ekki gott að hreyfa sig rétt áður en þú ferð að sofa vegna adrenalínsflæðis sem kemur eftir hreyfingu. Það er gott að láta um 2 klukkustundir líða frá því að þú hættir að hreyfa þig og þangað til þú ferð að sofa.

Hafðu skipulag á svefninum

Það er mikilvægt að hafa á skipulag á svefninum. Það er líklegt að þú vaknir snemma og sofnir snemma á virkum dögum. En ef þú breytir út af vananum til dæmis um helgar finnur líkaminn fyrir því, þetta kallast félagslegt „jetlag“.

Svefnherbergið er til þess að sofa í

Það er mælt með því að sjónvörp, tölvur og símar eigi ekki heima í svefnherberginu. Þetta eru stærstu mistökin sem fólk gerir. Það er líka mælt með því að í stað þess að liggja andvaka inni í svefnherbergi sé æskilegt að fara út úr herberginu og gera eitthvað þó svo þú vaknir upp um miðja nótt.

Rétt hitastig

Rétt hitastig skiptir máli. Svefnherbergishitinn ætti að vera 17-19 gráður. Þó svo að það geti verið einstaklingsbundið.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál