Smáforrit í stað pillunnar

Nú er hægt að skipta pillunni út fyrir smáforrit.
Nú er hægt að skipta pillunni út fyrir smáforrit. mbl.is/Thinkstockphotos

Nú eru konur byrjaðar að skipta getnaðarvarnarpillunni út fyrir smáforrit. Nokkur slík smáforrit hafa verið sett á markað, Natural Cycle er eitt þeirra. Margar konur hafa tekið getnaðarvarnarpilluna síðan þær voru unglingar og finnst óþægileg tilhugsunin um hversu mikið af hormónum þær eru að innbyrða.

Claire Cohen skrifar um reynslu sína í The Telepgraph. Eftir margra ára pilluát með tilheyrandi skapsveiflum og aukaverkunum langaði hana að finna náttúrulegri leið. Í breskri könnun sem gerð var árið 2015 svaraði fjórðungur kvenna að þær hefðu áhyggjur af notkun getnaðarvarnarpillunar. Cohen er því ekki eina konan með efasemdir.

Smáforritið Natural Cycle var sett á markað árið 2013 og er með 150.000 notendur um allan heim og hefur forritið fengið lyfjaviðurkenningu. Smáforritið reiknar það út hvenær það er óhætt fyrir konu að stunda kynlíf en það hjálpar einnig þeim sem eru að reyna að verða óléttar.

Forritið virkar þannig að þú mælir þig alla morgna og skráir það inn í forritið. Því meiri upplýsingar sem þú skráir inn því nákvæmara verður smáforritið. Dagarnir verða grænir þegar það er óhætt að stunda kynlíf en rauðir þegar hætta er á þungun.

Afleiðingarnar geta hins vegar verið miklar ef smáforritið klikkar. Hins vegar ríkir nokkuð mikil ánægja með það og segir Elina Berglind, stofnandi Natural Cycle, að hún hafi aðeins heyrt um  eina konu sem hefur orðið ólétt á grænum degi.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál