Allt sem þú þarft að vita um brjóst og hlaup

mbl.is/thinkstockphotos

Mörgum konum þykir óþægilegt að hlaupa út af brjóstunum. Í könnun sem var gerð á meðal keppenda í Lundúnamaraþoninu kom í ljós að 32% kvenna upplifðu verki við hlaup. 17% þeirra hættu við æfingar vegna óþæginda í brjóstum.

Það er samt hægt að finna ljósa punkta, íþróttabrjóstahaldarar eru sífellt að verða betri og að stunda hlaup getur komið í veg fyrir brjóstakrabbamein. Women‘s Health fór yfir hvað konur ættu að vita um brjóstin og hlaup.

Líkaminn er ekki góður við brjóst

Brjóst vantar stuðning. Þess vegna skoppa þau til þegar þú hleypur ólíkt innri líffærum sem hafa stuðning frá líkamanum til þess að halda líffærunum í kyrrum.

Brjóstin hreyfast meira en þú heldur

Þegar þú hleypur hreyfast brjóstin ekki bara upp og niður heldur líka til hliðar, og fram og aftur.

Þú verður að eiga góðan brjóstahaldara

Þú verður að nota góðan brjóstahaldara þegar þú hleypur. Það er mikilvægt að vanda valið og velja réttu gerðina.

Hlaupahraði hefur ekki áhrif á hreyfingu brjóstanna

Ólíkt því sem margir halda hreyfast brjóstin jafnmikið hvort sem þú hleypur hratt eða hægt. Það er því mikilvægt að vera í brjóstahaldara með góðum stuðningi hvort sem þú ætlar þér að hlaupa hægt eða hratt.

Brjóst geta minnkað við hlaup

Brjóst minnka ekki sérstaklega vegna hlaupa. En vegna þess að brjóst eru að mestu leyti fita þá geta þau minnkað ef þú ert að hreyfa þig og borða hollt með.

Ekki hunsa verki í brjóstum

Ýmislegt getur valdið því að þú finnur til í brjóstunum við hlaup, til að mynda ekki réttur brjóstahaldari. Konur geta líka fundið fyrir óþægindum þegar nálgast blæðingar, þá getur verið gott að stunda annars konar hreyfingu.

Konur sem hlaupa eru ólíklegri til þess að fá brjóstakrappamein en kyrrsetukonur

Hreyfing getur hjálpað til að koma í veg fyrir krabbamein. Því getur verið gott að hlaupa, rannsókn hefur meðal annars sýnt fram á að það sé áhrifaríkara að hlaupa en að ganga.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál