Arnar Grant nýtir tæknina til að ná árangri

Einkaþjálfarinn Arnar Grant.
Einkaþjálfarinn Arnar Grant. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einkaþjálfarinn Arnar Grant segir að úrið hans sé alger bylting þegar kemur að samskiptum við viðskiptavinina. Hann segir að í gegnum úrið geti hann fylgst með kúnnunum og einnig látið þá keppa sín á milli sem geri það að verkum að árangur verður betri. Um er að ræða snjallúrið frá Apple. 

 „Ég er gríðarlega ánægður með úrið og það er svo miklu miklu meira en bara úr. Það hefur mjög hvetjandi eiginleika. Þú ákveður hversu mörum hitaeiningum þú ætlar að brenna yfir daginn eða hversu mörg skref þú ætlar að taka og úrið mælir það, minnir þig á og hvetur þig áfram. Þetta er afar nákvæm tækni sem Apple hefur náð að þróa. Svo ertu alltaf tengdur þannig að þú missir ekki af mikilvægum skilaboðum, tölvupóstum eða símhringingum sem er kannski von á. Úrið inniheldur GPS staðsetningarbúnað þannig að síminn þarf ekki að vera með þér hvar sem er. GPS segir þér nákvæmlega hvert þú hefur hlaupið, gengið, hjólað eða synt, hversu hratt þú hleypur osfv. Þú getur líka ákveðið fyrirfram hvert þú ætlar að fara og fylgt eftir á innbyggðu landakorti. Úrið er vatnshelt allt að 50 metrum þannig að það er auðvelt að nota það í sundi,“ segir Arnar. 

Arnar Grant fylgist með kúnnunum í gegnum úrið.
Arnar Grant fylgist með kúnnunum í gegnum úrið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvernig nýtist úrið við einkaþjálfunina?

„Úrið er ein mesta bylting í átt að árangri um áraraðir. Til að ná sem bestum árangri í ræktinni þurfa viðskiptavinir mínir að fara 100% eftir leiðbeiningum sem ég gef þeim. Ég get aðeins fylgst með þeim þann tíma sem þeir eru með mér í ræktinni. En hina 23 tímana í sólahringnum þurfa þeir að hugsa um sig sjálfir. Það má til dæmis ekki líða of langt á milli máltíða og brennslan yfir daginn þarf að vera í samræmi við það sem ég mæli með að þeir borði. Það eru margir liðir komnir inn sem gætu haft áhrif á árangurinn. Apple úrið hjálpar til við að fylgjast með þessum helstu þáttum. Eins geta viðskiptavinir mínir deilt strax með mér hvernig dagurinn hefir gengið. Ef dagurinn hefur ekki gengið sem skyldi get ég gripið strax inní og ráðlagt hvernig skal bregðast við. Púlsmælirinn er nauðsyn við þjálfun á þoli og við að brenna fitu.“

Hvaða öpp notar þú? 

„Ég spila mikið tónlist í gegnum úrið og beint í þráðlaus heyrnartól. Það er mjög þægilegt. Svo hlakka ég mjög mikið til að prófa „Hole19“ appið í golfinu í sumar. „Hole19“ er með skráða yfir 40 þúsund golfvelli um allan heim. Alla aðal golfvelli á Íslandi og er gríðarlega nákvæmt og auðvelt að nota.“

Eru einhverjar áherslubreytingar hjá þér í einkaþjálfuninni?

„Það eru alltaf einhverjar litlar breytingar og fylgist ég vel með hvað er að gerast hér heima og erlendis. Aðal breytingar síðustu ár hafa verið þær að meiri áhersla er lögð á svokallaðar core æfingar. Eins eru breytingar á mataræði og þá helst horft til fjölbreytileika.“

Eru landsmenn að taka vel á því í ræktinni fyrstu mánuðina á nýju ári?

„Ég finn fyrir auknum áhuga á hreyfingu og sérstaklega í kringum meistaramánuð sem er ný afstaðinn. Eins með meiri umræðu í samfélaginu sem skilar sér í auknum áhuga almennings á heilsurækt,“ segir Arnar.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál