Besta leiðin til að léttast á fimmtugsaldri

Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi.
Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi.

„Eftir fertugt verður oft erfiðara og erfiðara fyrir konur að léttast. Margar kannast við það að minnka matarskammta, afþakka eftirrétt og jafnvel hamast í líkamsræktinni án þess að nokkuð breytist til lengdar. Vigtin haggast ekki og orkan fer stöðugt minnkandi. Vegna hormóna og annarra áhrifa fer líkaminn í gegnum syrpu af breytingum sem hafa áhrif á fitusöfnun og brennslu líkamans,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli: 

Brennslan hægist um ca. 5% á hverjum áratug eftir breytingaraldurinn svo það er eðlilegt að auðveldara sé að þyngjast eftir fertugt! Rannsóknir sýna að konur bæta á sig að meðaltali 5-8 kílóum á þessu tímabili lífsins, sem sest þá aðallega á kviðinn.

Yfirþyngd hefur í kjölfarið neikvæð áhrif á heilsu okkar og eykur meðal annars líkurnar á sykursýki og myndun brjóstakrabbameins sem dæmi.

Það eru alls ekki allar konur sem þyngjast með aldrinum og þú þarft ekki að örvænta þrátt fyrir að þú hafir bætt örlitlu á þig því hefur það sýnt sig að með réttri nálgun getur þú auðveldlega sagt skilið við aukakílóin til frambúðar!

Sýna rannsóknir að besta nálgunin sé með skref-fyrir-skref lífsstílsbreytingu og því tími til kominn að kveðja átakið! Með því að koma breytingum í fastar skorður í daglegu lífi getur verið einfalt að léttast og fá meiri orku. Fjölmargar konur á besta aldri hafa náð árangri með þess háttar breytingu og getur hún verið einn sú besta á þessu stigi lífsins. Í lífsstílsþjálfuninni Nýtt líf og Ný þú kenni ég fólki að setja lífsstílinn í fastar skorður og vinna á öllum hliðum þess.  

Fimm hollráð til þyngdartaps eftir fertugt.

1. Drekktu meira vatn

Aukin vatnsdrykkja hefur bein áhrif á þyngdartap og upptöku næringarefna. Góð þumalputtaregla er að drekka allt að 2-3 lítra á dag. Hér er einfalt reikningsdæmi til að finna út hversu mikið vatn líkami þinn þarfnast. Taktu þá núverandi þyngd þína og margfaldaðu með 0,0296 til að komast að heildarlítrum sem þú ættir að vera drekka yfir daginn.

2. Útrýmdu undirliggjandi orsök

Einn af hverjum fimm einstaklingum eftir fertugt glímir við sjaldkirtilsvandamál. Algengast er þá vanvirkur skjaldkirtill og er það ein ástæða þess að konur eftir fertugt eiga erfitt með þyngdartap og orkuleysi. Láttu því athuga skjaldkirtilinn hjá lækni og ekki óttast ef upp kemur að þú glímir við vandamál í skjaldkirtlinum. Þrátt fyrir að gen spili hlutverk í því er margt til ráða með mataræði og lífsstílsbreytingum enda mataræðið talið 50% orsök fyrir lötum eða vanvirkum skjaldkirtil. 

Lesa nánar HÉR. 

3. Borðaðu í takt við náttúrulega brennslu líkamans

Brennslan þín er á háu stigi á morgnana og því líkaminn líklegri til að brenna fæðunni á skilvirkan hátt á þeim tíma. Eitt af lykilatriðum sem sérfræðingar segja einkenna fólk í kjörþyngd sé að það borðar morgunmat. Aftur á móti segja sérfræðingar að snarl eftir klukkan 21 á kvöldin sé það sem sest helst á okkur og þá oft á mjaðmir og maga. En eftir klukkan 21 er einmitt sá tími sem hægist á brennslunni eftir daginn.

4. Svefn

Svefninn hefur áhrif á tvö mjög mikilvæg hormón sem stjórna svengd og matarlöngun, sem þýðir þá einfaldlega að afleiðing of lítils svefns er meiri matarlöngun. Er hann því lykilatriði í þyngdartapi!

Oft eigum við það líka til að reyna að sækja okkur snögga og ódýra „orku” þegar við erum þreytt. Líkami þinn brennir meiru þegar hann sefur svo settu þér það markmið að ná góðum nætursvefni á hverri nóttu og halda í góða svefnrútínu. 

Lesa nánar HÉR.

5. Sigraðu sætindaþörfina

Ef þú ert að farast úr sykurlöngun, láttu það eftir þér… en þó með annarri nálgun en vanalega. Sætubitar geta verið sektarlausir ef þú notar náttúrulega sætu sem innihaldsefni og á sama tíma færð þú næringu og fyllingu. Inntaka á steinefnum, kókosolíu og nóg af grænu grænmeti hjálpar til við að slá á sykurlöngun og heldur þér saddri!

Nýtt líf og Ný þú þjálfunin sem Júlía heilsumarkþjálfi stendur fyrir hefur hjálpað hundruðum kvenna og hjón hafa náð að skapa sér varanlegan lífsstíl með meiri orku, vellíðan og sátt með því að leggja áherslu á breytingar í mataræði, hreyfingu og hugarfari því það helst allt í hendur við heilsuna. Þjálfunin er sérstaklega hentug konum yfir fertugt þar sem unnið er á algengum kvillum eins og skjaldkirtil, liðverkjum, hækkandi kólesteróli, þreytu og sleni, sem oftar en ekki fylgir síðari árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál