Þeir sem borða mjólkurvörur eru léttari

Mjólkurvörur eru fullar af prótíni.
Mjólkurvörur eru fullar af prótíni. mbl.is/Thinkstockphotos

Þegar kemur að réttu mataræði eru til margar reglur um hvað má og hvað ekki. Women‘s Health tók saman lista yfir fimm atriði sem oft eru talin vera lykill að grennri líkama.

Mjólkurvörur.

Rannsókn sýndi fram á að þeir sem borðuðu mjólkurvörur voru léttari en þeir sem innbyrtu þær ekki. Mjólkurvörur eru auðvitað mjög próteinríkar. 

Grænt te.

Rannsóknir hafa vissulega sýnt fram á að það að drekka grænt te án viðbótar sykurs getur aukið brennslu. Hinsvegar verður brennslan ekki það mikil. Þú brennur um 50 kaloríum á dag ef þú drekkur fjóra bolla.

Það þarf að drekka mikið af grænu tei til þess …
Það þarf að drekka mikið af grænu tei til þess að grennast. mbl.is/Thinkstockphotos

Fita.

Ef þú borðar ekki fitu þá er erfiðara fyrir þig að léttast. Það er þó mikilvægt að borða holla fitu en ekki þá sem kemur úr unnum matvælum.

Glútenlaus matur.

Fyrir þá sem eru með glútenóþol getur það skipt máli að sleppa glúteni en annars ekki. Framleiðendur sem sleppa til dæmis hveiti í vörum sínum nota yfirleitt eitthvað annað i staðinn, sem getur jafnvel innihaldið meiri sykur. Í rannsókn sem gerð var á fólki með og án glútenóþols kom í ljós að þeir sem slepptu glúteni voru þyngri.

Það er ekki endilega betra að kaupa glútenlaust.
Það er ekki endilega betra að kaupa glútenlaust. mbl.is/Thinkstockphotos

Að borða á kvöldin.

Það að borða eftir kvöldmat er ekki stórhættulegt. En oft borðar fólk á kvöldin af því það hefur ekki passað að borða vel og reglulega yfir daginn. Þess vegna ráfar það í ísskápinn og borðar mikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál