10 skemmtilegar magaæfingar

Það er hægt að gera skemmtilegar magaæfingar.
Það er hægt að gera skemmtilegar magaæfingar. mbl.is/Thinkstockphotos

Magavöðvarnir eða miðjan leika mikilvægan þátt í að halda líkamanum stöðugum, það er því mikilvægt að styrkja hana. Byrdie tók saman lista yfir tíu skemmtilegar, öðruvísi og fjölbreyttar magaæfingar.

Æfingar með bolta

Jeanette Jenkins, einkaþjálfari Serenu Williams og Kelly Rowland, notar bolta til þess að æfa magavöðvana. Með góðri tónlist eru æfingar á myndbandinu eins og skemmtilegasti leikur. 

Fiðrildaæfingin

Nicole Winhoffer var eitt sinn einkaþjálfari Madonnu en poppdrottningin er þekkt fyrir stælta vöðva. Fiðrildaæfingin er skemmtileg útgáfa af frekar hefðbundinni magaæfingu. 

Sippa 

Tag a friend who working on some tricks! Double under cross 👊🏾👊🏾 #HBFIT

A post shared by Hannah Bronfman (@hannahbronfman) on Sep 13, 2016 at 6:37am PDT

Það er er ekki bara gaman að sippa heldur er það einnig mjög góð æfing. Góð regla er að nota úlnliðinn frekar en hendurnar í sippið. 

Plankinn 

Stretch It Out . #NUFit #fitgirls #colorado #blogger #wellness #getoutside #exploreCO #adventure #sweat

A post shared by N a t a l i e U h l i n g (@natalieuhling) on Oct 29, 2016 at 9:15am PDT

Það skemmtilega við plankann er að það er hægt að gera hann hvar og hvenær sem er. Eina sem þarf er viljastyrkurinn til að halda stöðunni. 

Froskahopp með planka 

Einkaþjálfarinn Kayla Itsines er þekkt fyrir æfingar sem reyna á allan líkamann. Froskahopp með planka sem reynir á magann, lærin og þolið. 

Hliðarplanki 

Það eru til margar útgáfur af planka og hliðarplankinn er ein sú skemmtilegasta. 

Að drepa flugu

 

Láttu eins og þú sért að reyna drepa flugu á meðan þú reisir þig upp. Tíminn líður mun hraðar. 

Fjallaklifrarinn

Ein skemmtilegasta og vinsælasta lotuþjálfunaræfingin. Ef þér leiðist að hanga í planka þá er þessi eitthvað fyrir þig. 

Hoppa upp á pall

Ólíkt því sem kannski margir mundu halda er það frábær magaæfing að hoppa upp á háan pall eða kassa. Magavöðvarnir kreppast sjálfkrafa saman. 

Burpees með lyftu

 

Venjulegar burpees eru góðar fyrir allan líkamann og þar á meðal magann. Með því að taka lyftu í hvert skipti sem þú reisir þig upp tekurðu enn þá meira á. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál