Fimm góð ráð til að byrja að hreyfa sig og mataræðið mun fylgja í kjölfarið

Þórey Kristín Þórisdóttir, félagsfræðingur og heilsumarkþjálfi.
Þórey Kristín Þórisdóttir, félagsfræðingur og heilsumarkþjálfi. mbl

„Ef þú ert ein/n af þeim sem ert alltaf á leiðinni að byrja að hreyfa þig án þess að nokkuð gerist þá er kominn tími til að prufa eitthvað annað en að segjast byrja á mánudaginn eða eftir fríið,“ segir Þórey Kristín Þórisdóttir, fé­lags­fræðing­ur og heil­su­markþjálfi, í pistli: 

  • Gerðu plön með vini. Besta leiðin til að komast í gang er að mæla sér mót með einhverjum vini eða vinkonu. Þú getur svikið sjálfan þig aftur og aftur en það er erfiðara að svíkja góðan vin. Þetta virkar nær alltaf, plús að það er ekki síðra að hafa góðan félagsskap. Er ekki að segja að þið þurfið að vera masandi allan tímann en bara að það sé einhver sem bíður eftir þér eða öfugt er hvetjandi og oft nóg til að brjóta upp gamlan vana.
  • Í markþjálfun er mikilvægt að hafa tíma og dagsetningu niðurneglt. Að segjast ætla að byrja í næsta mánuði er ekki nóg. Finndu nákvæma tímasetningu. Ef þú ert búin/n að finna vin eða vinkonu í huganum þá þarf að stilla saman strengi. Hvenær ætlið þið að byrja að hreyfa ykkur saman? Hvaða dag og klukkan hvað? Því nákvæmara sem markmiðið er því líklegra er að það náist.
  • Gerðu undirbúningsvinnuna í tæka tíð. Ekki vera korter í hittinginn að reyna að finna gömlu íþróttabuxurnar og uppgötva svo að það er gat á rassinum eða þær passa ekki einu sinni lengur. Að hafa fötin, skóna og drykkjarflöskuna tilbúið fyrir daginn minnkar líkurnar á að þú hafir afsökun til að fara ekki af stað.
  • Tónlist! Lastu ekki nostalgíupistilinn minn? Ef ekki þá er hann skyldulesning.
    Taktu þér tíma í að finna einhver gömul lög sem hafa einhverja þýðingu fyrir þig úr fortíðinni. Búðu til skemmtilegan lagalista sem þú hlakkar til að hlusta á. Annaðhvort getur þú hlustað á tónlistina í ræktinni/úti eða byrjað á að hlusta á lögin áður en þú ferð af stað til að koma þér í gírinn.
  • Settu þér hóflegt og raunhæft markmið og bættu svo smám saman við. Ekki byrja á að ætla í ræktina fimm sinnum í viku og borða svo bara egg í morgunmat og gulrót í kvöldmat. Kúrar virka nær aldrei og of hörð hreyfing þegar þú hefur ekki hreyft þig í langan tíma mun hafa eyðileggjandi áhrif á líkamann í stað þess að byggja hann upp.

Ef þú ert búin/n að vera að hugsa um að taka mataræðið í gegn en ekkert gerist er hreyfing fljótlegasta leiðin til að stuðla að breytingum. Það kemur næstum því ósjálfrátt. Það tímir enginn að eyða 30-60 mín. í ræktinni og verðlauna sig svo með kleinuhring.

Gangi þér vel!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál