Sannleikurinn um spinning

Þeir sem eru að byrja að stunda spinning þurfa að …
Þeir sem eru að byrja að stunda spinning þurfa að fara varlega. mbl.is/Thinkstockphotos

Spinning er vinsæl íþrótt en það eru kostir og gallar við hana og ýmislegt sem ber að varast í spinning-tímum, sérstaklega ef maður er nýbyrjaður.

Læknirinn Maureen Brogan segir við Time að það sé allt annað að hjóla úti en að fara í spinning-tíma. Úti kemst maður hægar yfir en í spinning-tíma eru fáar pásur. Þetta er varhugarvert fyrir þá sem eru að byrja að hjóla.

Spinning er mjög vinsæl og áhrifarík íþrótt.
Spinning er mjög vinsæl og áhrifarík íþrótt. mbl.is/Thinkstockphotos

„Vöðvarnir sem þú notar í spinning, rassvöðvarnir og lærvöðvarnir, eru stærstu vöðvar líkamans þannig þú notar mikla orku,“ segir Brogan. Fólk brennir kannski meira en 600 kaloríum á klukkutíma sem gerir íþróttina eins vinsæla og hún er.

Rannsókn sýndi fram á að þreytan eftir góðan spinning-tíma væri svipuð og þreyta eftir maraþonhlaup þar sem líkaminn er kominn að þolmörkum. Önnur rannsókn sem gerð var á reyndum íþróttamönnum sýndi að spinning minnkaði þrek íþróttamannanna.

mbl.is/Thinkstockphotos

Spinning hefur hins vegar þann kost að það er auðvelt fyrir eldri og þrekminni einstaklinga að mæta í tímana. Fólk getur stjórnað sjálft hraðanum og þyngdinni á hjólinu. Það sem flestir, sem eru ekki búnir að stunda spinning lengi, klikka á er að þeir ofgera sér.

Þegar öllu er á botninn hvolft er spinning góð æfing en það ber að fara varlega í tímum, sérstaklega ef maður er óreyndur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál