Grennir tyggjó?

Tyggjó hjálpar ekki öllum að grennast.
Tyggjó hjálpar ekki öllum að grennast. mbl.is/Thinkstockphotos

Þegar löngunin í snakk og nammi hellist yfir fólk taka margir til þess ráðs að fá sér tyggjó. Fólk heldur að það sé þar með að koma í veg fyrir mikla kaloríu- og sykurneyslu. Women‘s Health greinir frá því að tyggja tyggjó hjálpi ekki endilega við það að halda aukakílóunum í skefjum.

Fyrir þá sem borða vegna stress eða álags getur tyggjó komið í staðinn fyrir óhollan mat og þar með hjálpað til við að halda aukakílóunum í skefjum. Sama gildir líka um að fá sér tyggjó eftir máltíð. Tyggjóið gefur líkamanum merki um það að líkaminn þurfi ekki meiri mat.

mbl.is/Thinkstockphotos

Það reynist hins vegar ekki jafnvel að reyna að láta sykurlaust tyggjó með engum kaloríum koma í staðinn fyrir sætt nammi eða eftirrétt. Gervisykurinn í tyggjóinu gefur líkamanum merki um að von sé á kolvetnum og kaloríum. En vegna þess þess að það eru engar kaloríur í tyggjói heimtar líkaminn kaloríur. Það getur því verið betra að velja tyggjó með einhverju magni af sykri og kaloríum til þess að koma í veg fyrir kaloríur.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál