Hvað gerist ef þú æfir bara þolið

Það er mikilvægt að gera styrktaræfingar meðfram hlaupum.
Það er mikilvægt að gera styrktaræfingar meðfram hlaupum. mbl.is/Thinstockphotos

Það er ekki nóg að svitna og fá útrás á hlaupabrettinu eða skíðatækinu. Women's Health fór yfir nokkur atriði sem hætt er við ef þú æfir bara þolið. 

Þú minnkar vöðvamassa líkamans 

Hvort sem þú vilt geta staðið á haus eða haldið á ungabarni þarftu að gera styrktaræfingar. Þú byggir ekki upp vöðvana bara með því að fara á hlaupabrettið. 

Þú hættir að grennast 

Með tímanum venst líkaminn þolæfingum og þú hættir að grennast. Því meiri vöðva sem þú hefur því meiri orku eyðir líkaminn. Með meiri vöðva brennir þú meiru. 

Þér verður illt í líkamanum 

Það er mikilvægt að hvílast og æfa fjölbreytt annars á þér eftir að verða illt og þú getur meiðst. 

Langtíma heilsuvandi 

Með því að sleppa því að þjálfa ákveðna vöðva getur líkaminn orðið fyrir auknu álagi og fólk getur fengið langtímameiðsl og verki. 

Ekki vera bara á hlaupabrettinu.
Ekki vera bara á hlaupabrettinu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál