Óljósar ástæður þyngdaraukningar

Þyngdaraukning getur stafað af ýmsum ástæðum.
Þyngdaraukning getur stafað af ýmsum ástæðum. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er ekki óvanalegt að fólk þyngist án þess að það sé augljós ástæða fyrir því. Ástralska Women’s Heath fór yfir nokkur atriði sem gætu útskýrt aukakílóin.

Óreglulegur svefn

Skortur á svefni getur valdið þyngdaraukningu en skorturinn getur haft áhrif á hormón sem segja til um svengd og seddu. Auk þess sýnir ný rannsókn það að fólk sem sefur lítið hefur meiri ánægju af því að borða. Svo er líklegt að það hafi áhrif að fólk sé orkulaust vegna svefnleysis sem gerir það að verkum að það hreyfir sig ekki nógu mikið.

Þunglyndi

Fólk sem þjáist af þunglyndi þyngist oft og eru ástæðurnar nokkrar. Sumir borða til þess að bæla niður tilfinningar. Þunglyndi getur leitt til minni vilja til þess að hreyfa sig auk þess að þyngdaraukning getur verið aukaverkun ýmissa lyfjategunda.

Verkir

Fólk sem þjáist af þrálátum verkjum á það til að hreyfa sig lítið og sofa illa.

Breytingaskeiðið

Það er algengt að konur bæti á sig nokkrum kílóum þegar þær ganga í gegnum breytingaskeiðið. Ástæðan er einföld, það hægist á brennslunni með aldrinum.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál