Hvað segja hægðirnar um þig?

Hægðir geta verið mismunandi.
Hægðir geta verið mismunandi. mbl.is/Thinkstockpotos

Það kúka allir hvort sem þeir vilja viðurkenna það eða ekki. En kúkur er ekki sama og kúkur, lögunin og áferðin getur verið mismunandi. Með því að skoða hægðirnar sínar er hægt að komast að ýmsu tengdu heilsufari sínu. Ástralska Women’s Health fór yfir sjö mismunandi áferðir og lögun hægða.

Nokkrir kögglar

Harður kúkur kemur oft út í nokkrum aðskildum kögglum og veldur stundum sársauka. Þetta getur gefið til kynna að kúkurinn var lengi í þörmunum eða ristlinum. Með öðrum orðum þú gætir verið með hægðatregðu. Hér gæti aukin hreyfing og meira vatn og trefjar hjálpað til við að gera hægðirnar eðlilegri.

Pylsulaga og kekkjóttur kúkur

Harður kúkur sem kemur út pylsulaga og kekkjóttur getur einnig verið merki um hægðatregðu. Í þessu tilviki hefur hann hins vegar ekki verið nógu lengi inni í þörmunum til þess að þorna upp og detta í sundur.

Pylsulaga kúkur með sprungum

Svona hægðir teljast frekar góðar hægðir fyrir utan það að sprungurnar gefa það til kynna að þig vantar meiri vökva.

Mjúkur og sléttur pylsulaga kúkur

Þessi tegund hægða eru ákjósanlegust, sérstaklega ef þær eru miðlungs- til ljósbrúnar á litinn. Ef hægðirnar eru svona er það merki um að þú sért á góðu mataræði og drekkir nógu mikið.

Mjúkar klessur með skýrum brúnum

Þetta eru slappar hægðir en geta þó verið algengar hjá þeim sem kúka nokkrum sinnum á dag. Ef þetta er algengt hjá þér og hægðirnar eru mjúkar og þægilegar þá þykir þetta allt í lagi.

Mjúkir molar með tættum endum

Þetta þýðir að maturinn fer hratt í gegnum ristilinn. Svona hægðir geta gefið til kynna að það séu bólgur í þörmunum.

Blautar hægðir

Um er að ræða niðurgang sem á sér stað vegna vírusa, baktería eða truflana í meltingu, laktósaóþol getur líka verið ástæðan eða til dæmis ný lyf. Ef þú ert með niðurgang lengur en í tvo daga er gott að hafa samband við lækni.

Það getur verið gott að skoða hægðirnar sínar.
Það getur verið gott að skoða hægðirnar sínar. mbl.is/Thinkstockpotos
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál