Fjögur sálfræðitrix fyrir þá sem hlaupa

Það getur tekið á andlega að hlaupa.
Það getur tekið á andlega að hlaupa. mbl.is/Getty Images

Það eru eflaust margir sem stunda hlaup sem kannast við það að hugsanirnar standi í vegi fyrir þeim. Oft er það lítil rödd innra með manni sem segir manni að gefast upp. Ástralska Women's Health fékk sálfræðinginn og þjálfarann Leanne Hall til að gefa hlaupurum sálfræðilegar ráðleggingar. 

1. Hvort sem þú ert að hlaupa tvo kílómetra eða maraþon er líklegt að sá tími muni koma að þér finnist hlaupið of erfitt. Þú verður að draga andann djúpt og halda áfram vegna þess að það er mjög líklegt að eftir smástund muni þér líða betur.

2. Settu þér markmið fyrir hlaup, það er mjög mikilvægt að þú vitir hvaða árangri þú ert að ná. Þú getur auðveldað þér þetta með því að verðlauna þig. Verðlaunin þurfa ekki að vera flókin, heitt bað getur verið nóg.

Það er sniðugt að brjóta upp hlaup með mismunandi hraða.
Það er sniðugt að brjóta upp hlaup með mismunandi hraða. mbl.is/Thinkstockphotos

3. Hugsaðu hlaupið í skrefum, ef þú ert að fara hlaupa 20 kílómetra ekki hugsa þá um 20 kílómetra samfellda vegalengd. Hugsaðu frekar um næsta ljósastaur eða næstu götu. Með því að brjóta hlaupið upp með hraðari köflum og svo rólegri hraða gerir það að verkum að hlaupið virðist ekki vera endalaust.

4. Það er gott að hlusta á tónlist þegar maður hleypur. Tónlistin getur komið í veg fyrir að litla röddin í höfðinu sem segir þér að gefast upp nái í gegn. Tónlistin gerir líka hlaupið skemmtilegra en það skiptir mjög miklu máli að finnast líkamsræktin sem maður stundar skemmtileg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál