Borðaðu þetta til að auka kynhvötina

Ljósmynd / Getty Images

Eftir þrítugt minnkar framleiðsla testósteróns, bæði hjá körlum og konum, sem getur haft í för með sér minnkaða kynhvöt. Mörgum þykir þetta hið versta mál, og vilja gjarnan gefa testósterón-búskapnum smá spark í rassinn.

Vefurinn Mindbodygreen tók saman nokkur matvæli sem hafa góð áhrif á framleiðsluna, og þar með kynhvötina.

Ekki forðast fitu
Neysla á hollri fitu heldur testósterón-framleiðslu jafnvægi. Gott er að nota ólífu- eða kókosolíu við matseld og borða valhnetur, graskers- og sólblómafræ sem eru auðug af omega-3 fitusýrum, magnesíum og sinki. Þá er einnig gott að borða egg og lárperur.

Mundu eftir steinefnunum
Súkkulaði og ostrur hafa lengi verið talin til frygðaraukandi fæðu, enda sérlega heppilegt nasl til að auka stemninguna. Það er þó ekki eina ástæðan, enda innihalda bæði súkkulaði og ostrur mikið magn af sinki og magnesíum.

Maca
Macarótin er nýjasta æðið þegar kemur að ofurfæðu, enda inniheldur hún mikið af andoxunarefnum, B- C- og E-vítamín. Þá inniheldur hún einnig steinefni, svo sem kalk, magnesíum og sink. Rótin er talin geta haft góð áhrif á kynhvöt, aukið frjósemi og dregið úr einkennum tengdum breytingarskeiðinu. Gott er að bæta duftinu í þeytinga og heita drykki.

Dragðu úr streitu
Streita er ein helsta heilsuvá samtímans. Margir ná ekki að hafa hemil á streitunni, sem getur meðal annars orsakað minnkaða kynlífslöngun, haft neikvæð áhrif á lund og hormónabúskap. Jurtin ashwaganda er frábær til að koma skikki á streituna, auk þess sem hún getur aukið testósterón-myndun hjá bæði körlum og konum.

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál