Hreyfing sem gott er að stunda á blæðingum

Hreyfing getur haft góð áhrif á tíðaverki.
Hreyfing getur haft góð áhrif á tíðaverki. Ljósmynd / Getty Images

Margar konur forðast hreyfingu þegar þær eru á blæðingum. Það er þó alger óþarfi, þar sem hreyfing getur til að mynda haft góð áhrif á tíðaverki og margt fleira. Sumar konur kjósa þó að velja sér rólegri æfingar, enda gjarnan þreyttar og lúnar meðan á tíðum stendur.

Vefurinn Byrdie tók saman lista yfir hreyfingu sem gott er að iðka á blæðingum.

Ganga
Það er frábært að ganga, það er ekki einungis ókeypis heldur hafa rannsóknir sýnt fram á að 30 mínútna ganga á dag geti hjálpað í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma. Þá getur ganga einnig dregið úr tíðaverkjum.

Hlaup
Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að hlaup geti dregið úr tíðaverkjum, sem og fyrirtíðaspennu.

Sund
Margar konur forðast að fara í sund þegar þær eru á blæðingum, en það er þó vel gerlegt ef notaður er álfabikar. Sund er einnig róleg og þægileg hreyfing sem hjálpar konum að slaka á. Þá segja margar konur að þeim blæði ekki eins mikið þegar þær synda í kaldri sundlaug, auk þess sem kalda vatnið hafi góð áhrif á tíðakrampa.

Heimaæfingar
Þegar letin er í hámarki, og konur kannski ekki hrifnar af því að skella sér í ræktina, getur gott sprikl heima við reddað málunum. Það er bæði sérlega einfalt að finna gott myndband á netinu, eða sækja sér smáforrit í símann.

Jóga
Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að jógaiðkun getur linað tíðaverki. Konurnar sem tóku þátt í rannsóknunum stunduðu þó jóga að staðaldri, og nær daglega. Það er því ekki víst að stöku jógatími geri mikið gagn.

Það er margt vitlausara en að fara út að skokka …
Það er margt vitlausara en að fara út að skokka þegar maður er á blæðingum. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál