Leyndarmálið á bak við vel skorinn maga

Það getur farið eftir erfðum hversu vel magavöðvar sjást.
Það getur farið eftir erfðum hversu vel magavöðvar sjást. mbl.is/Thinkstockphotos

Margir ganga með þann draum í maganum að fá vel skorna og sýnilega magavöðva eða „six pack“ eins og það er gjarnan kallað. En Shape velti þessi fyrir sér eftir að margir starfsmenn könnuðust bara við að vera með „too pack“ en það hugtak lýsir þegar efsti parturinn hjá rifbeinunum skiptist í tvennt. 

„Áhrifaríkasta leiðin til að fá skorna magavöðva er að velja foreldra sína vandlega,“ sagði stjörnuþjálfarinn Harley Pasternak við Shape í gríni. En erfðir skipta miklu máli þegar kemur að því hversu sýnilegir magavöðvarnir eru. 

Það getur skipt máli að vera beinn í baki ef …
Það getur skipt máli að vera beinn í baki ef maður vill að magavöðvarnir sjáist. mbl.is/Thinkstockphotos

Pasternak segir að hann heyri oft talað um efri magavöðva og neðri magavöðva en í raun er þetta allt sami hlutinn. En þar skilur á milli trefjaband sem skapar þá blekkingu sem „six packið“ er. 

Fyrir utan erfðir sem geta sagt til um hversu sýnilegir magavöðvarnir eru þá eru konur með styttri efri búk og lengri leggi en karlmenn. Styttri búkur þýðir að það er minna svæði sem magavöðvarnir geta birst á, neðsti hlutinn getur hreinlega horfið. 

Það eru þó nokkrir hlutir sem hægt að er að gera til þess að gera magavöðvana sýnilegri. Til dæmis að ýta öxlunum aftur. Að sögn Pasternak virðist búkurinn verða enn styttri þegar öxlum er rúllað fram, en margar konur hafa tilhneigingu til þess. En með því að standa beinn í baki og ýta öxlunum aftur sést betur í allan magann. 

Annað sem hann mælir með sem ætti kannski ekki að koma á óvart er að reyna að minnka líkamsfitu. Það ætti samt ekki að reyna að minnka fituprósentuna þannig það verði óheilbrigt. Kona með litla fituprósentu og sterka magavöðva er hins vegar ekki endilega með mjög skorinn maga vegna erfða sinna auk þess sem konur eru með náttúrulega meiri líkamsfitu en karlar. 

Karlmenn eru með lengri búk en konur.
Karlmenn eru með lengri búk en konur. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál