Tabata-æfingalota fyrir ofurkroppa

Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu.
Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu. mbl.is/Árni Sæberg

Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, setti saman hina fullkomnu æfingalotu til að framkvæma heima hjá sér. 

„Hver vill ekki nýta tímann vel og fá mikið út úr stuttri æfingu? Tabata er frábært þjálfunarkerfi sem skilar flottum árangri á stuttum tíma,“ segir Anna Eiríksdóttir. 

Svona virkar Tabata:
Vinna í 20 sek. af eins mikilli ákefð og þú mögulega getur
Hvíla í 10 sek. á milli
Hver æfing endurtekin 8 sinnum
Sem sagt 8x20 sek og hvíld í 10 = 4 mínútur.

„Í myndbandinu sýni ég fimm æfingar sem taka því aðeins 20 mínútur en mikilvægt er að hvíla aðeins eftir hverja æfingu til þess að geta lagt allt í þá næstu.
Einnig er mikilvægt að hita upp áður, hvort sem er með léttum göngutúr eða góðum liðkandi æfingum, hreyfiteygjum, léttu skokki o.s.frv. Þannig gerum við líkamann kláran í átökin og fáum sem mest út úr æfingunni án þess að skapa meiðslahættu.

Tabata er frábær leið til þess að bæta úthald, þrek og styrk og mynda góðan eftirbruna (EPOC) sem felur í sér að þú brennir fleiri hitaeiningum en venjulega í nokkrar klukkustundir eftir að æfingu lýkur,“ segir Anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál