Níu leiðir til þess að takast á við kvíða

mbl.is/Thinkstockphotos

Stór hluti fólks upplifir kvíða og þunglyndi einhvern tímann á lífsleiðinni. Indy100 tók saman níu atriði sem fólk getur notað til þess að takast á við kvíða þegar tilfinningin kemur upp. Það góða við þessi atriði er að hægt er að gera þetta hvar sem er og hvert atriði tekur innan við tíu mínútur. 

Hlustaðu á tónlist

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að tónlist getur haft róandi áhrif. Það hefur verið sýnt fram á að lagið Weightless með Marconi Union minnkaði kvíða um 65 prósent. 

Taktu leikhlé

Það getur verið gott að draga sig út úr þeim aðstæðum sem valda kvíða. Með því að gera eitthvað einfalt eins og að fara í stuttan göngutúr getur haft róandi áhrif. 

Ímyndaðu þér það versta

Hvað er það versta sem getur gerst? Það er ef til vill ekki svo slæmt. Tilhugsunin um það versta sem getur komið fyrir getur minnkað óttann. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Æfðu núvitund

Með því að einbeita sér að tilganginum, vera í núinu og sleppa því að dæma minnkar kvíða. 

Drekktu te

Það er slakandi að drekka te en Kava te tegundin er sögð vera sérstaklega góð þegar kemur að því að minnka kvíða. Rannsókn síðan 2013 sýndi það meðal annars að teið hafði jafn góð áhrif og lyfjameðferðir á þeim tíma. 

Horfðu á eitthvað fyndið

Gleðihormón streyma um líkamann þegar þú hlærð að einhverju fyndnu og skemmtilegu. Þar með minnka gildi stresshormóna í líkamanum. 

Ímyndaðu þér

Taktu þér þér tíma og ímyndaðu þér að þú sért á öruggum stað. Ef það er strönd, ímyndaðu þér að þú gangir um ströndina og þú finnur hvernig fæturnir snerta heitan sandinn. Þessi öruggi staður á að gefa þér jákvæða tilfinningar sem eykur dópamínið í líkamanum og róar þig. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Tyggjó

Að tyggja tyggjó getur minnkað kvíða. Rannsókn frá árinu 2011 sýndi fram á það að fólk sem tuggði tyggjó tvisvar á dag í tvær vikur var ólíklegra til þess að vera kvíðið en aðrir. 

Verðlaunaðu sjálfan þig

Þegar þú kemst yfir kvíðann og nærð að framkvæma ákveðið verkefni skaltu verðlauna þig. Það virkar sem hvatning fyrir þig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál