Bingóið burt á nokkrum mínútum

Það eru margir sem vilja losna við bingóið.
Það eru margir sem vilja losna við bingóið. mbl.is/Thinkstockphotos

Flestir vilja hafa sterka handleggi og ekki bara vegna þess að við viljum líta vel út í ermalausum kjólunum í sumar heldur líka vegna þess að það jafnast ekkert á við það að finna að maður sé sterkur. Það vilja allir geta borið bónuspokana auðveldlega heim úr búðinni. Mindbodygreen fékk bootcamp-þjálfarann Ashley Wilking til þess að gefa nokkrar góðar æfingar fyrir hendurnar. 

Það ættu allir að hafa getu og tíma til þess að gera æfingarnar sem Wilking gaf upp. Aðeins er um þrjár æfingar að ræða og þær taka örstutta stund. Engin lóð eru notuð heldur þarf maður sjálfur að skapa mótstöðu. 

Æfing 1

Staðið er gleitt með hendur út til hliðar. Fyrst snúa lófar í gólf og höndunum er pressað nokkra sentímetra í átt að gólfi. Því næst er lófum snúið upp og pressað upp. Hér þarf að passa að hafa mótstöðu til þess að fá eitthvað út úr æfingunni. 

Æfing 2 

Sama upphafsstaða og í fyrstu æfingunni. Lófar snúa upp og hendur í 90 gráður út til hliðar út frá líkamanum. Síðan er pressað fram og aftur. Mótstaðan er hér mikilvæg þannig að aðeins er farið nokkra sentímetra fram og aftur. 

Æfing 3

Byrjað er í stólnum þar sem fætur eru saman og þú beygir fætur og passar að hafa bakið beint og höfuðið í línu við bakið. Síðan eru hendur færðar fram og aftur samsíða líkamanum. Hér þarf enn og aftur að passa upp á mótstöðuna. 

Óþarfi er að nota lóð til þess að styrkja hendurnar.
Óþarfi er að nota lóð til þess að styrkja hendurnar. skjáskot/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál