Fimm hlutir sem hamingjusamt fólk gerir ekki

Ljósmynd / Getty Images

Hamingjan er flestum hugfólgin og eru margir í stöðugu kapphlaupi við að reyna að upplifa sanna hamingju og gleði. Fólki gengur misjafnlega að fóta sig í átt að gleðinni, en þeir sem eru sannarlega hamingjusamir eiga þó ýmislegt sameiginlegt. Samkvæmt Mindbodygreen forðast hamingjusamt fólk að framkvæma eftirfarandi hluti:

Bera sig saman við aðra
Þegar við fóðrum þessa skepnu má segja að við gulltryggjum eigin óhamingju. Að sjálfsögðu er eðlilegt að vera forvitinn um líf annarra, en þegar þessi forvitni verður að þráhyggju elur hún á gremju og sjálfsvorkunn.

Láta undan eftirsjá
Það er eðlilegt og heilbrigt að rifja upp fyrri upplifanir og draga af þeim lærdóm, og það er einnig eðlilegt að sjá eftir að hafa tekið ákvörðun ef hún hefur haft slæmar afleiðingar í för með sér. Reyndu að læra af mistökum þínum og horfðu svo fram á veginn. Annars munt þú verða þræll eigin beiskju.

Hafna sínum innri manni
Það er ekkert jafnhvetjandi og að sjá fólk taka sinn innri mann fullkomlega í  sátt. Sönn hamingja getur einungis áunnist ef við lifum í takt við það sem hugur okkar, líkami og sál þrá.

Bjóða óþarfa drama í líf sitt
Við komumst víst ekki hjá því að upplifa svolítið drama á lífsleiðinni. Það er þó betra að forðast sambönd sem einkennast mestmegnis af sífelldum leiðindum og dramatík. Það getur verið erfitt að klippa á tengsl við manneskju sem þér þykir vænt um, en gott getur verið að skoða hvort sambandið hafi í för með sér gleði umfram vandræðin sem það veldur.

Gleyma því að hamingjan kemur innan frá
Það skiptir ekki máli hversu mikinn pening við eigum í bankanum, eða hvaða titil við berum. Afrek eru góð og gild, en ef þú ætlar að hengja hamingjuna á slíkt munt þú líklega verða fyrir vonbrigðum. Hamingjan byrjar og enda innra með þér.

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál