Ekki gera þetta ef þú ætlar að grennast

Það þarf að hugsa um hvað virkar til langs tíma ...
Það þarf að hugsa um hvað virkar til langs tíma þegar maður er að reyna að grennast. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er ýmislegt sem við leggjum á okkur til þess að losa okkur við aukakílóin. Sumir hlutir sem virðast í fyrstu vera sniðugir og vænlegir til góðs árangurs eru hins vegar stundum verri þegar betur er að gáð. Woman's Health fór yfir nokkur atriði sem fólk ætti að passa sig á. 

Að sleppa glúteni

Glútenlaust mataræði er ekki besta leiðin til þess að grennast og þú ættir ekki endilega að vera að sleppa glúteni nema þú sért með ofnæmi fyrir því. Samkvæmt viðmælanda Women's Health hjálpar glútenlausa mataræðið í byrjun en ekki til lengri tíma litið. Í staðinn fyrir að sleppa glúteni er sniðugt að borða hluti eins og gróft brauð í staðinn fyrir hvítt hveiti. 

Að sleppa áfengi

Það ætti ekki að sleppa víni til þess að grennast. Þegar þú setur eitthvað á bannlistann er líklegra að þú dettir vel í það þegar þú ætlar að leyfa þér bara smá. Það ætti að vera í lagi að fá sér eitt til tvö glös á viku. 

Of mikið af þolæfingum

Það er ekki vænlegt að einbeita sér of mikið að þolæfingum, það þarf að styrkja vöðvana líka. Því meiri vöðvamassi því hraðar brennir maður. 

Vörur með lágri fitu- eða sykurprósentu

Það er skiljanlegt að borða mat sem inniheldur litla fitu eða lítinn sykur. En vörur sem koma í staðinn fyrir venjulegar vörur merktar því að þær innihalda litla fitu og kannski engan sykur vantar oft upp á næringargildið. Þess vegna á fólk það til að borða fleiri kaloríur þegar öllu er á botninn hvolft. Þegar kemur til dæmis að súkkulaði ætti frekar að borða nokkra ferninga af dökkri súkkulaðiplötu í stað þess að borða mikið af sykurlausu súkkulaði. 

Að sleppa máltíð fyrir drykk

Búst og djúsar eru vinsælir, fólk ætti hins vegar ekki að sleppa því að borða venjulega máltíð. Sérstaklega á þetta við tilbúna drykki sem eru oft með miklum sykri. Þú ert líklegri til þess að verða svangur og að berjast við hungur krefst orku. Það er því áhætta á því að þú endir í skyndibitanum. Þú gætir séð töluna lækka á vigtinni ef þú færð þér djús í staðinn fyrir máltíð en eftir eina til tvær vikur er líklegt að talan verði komin upp aftur.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Stal hárstílnum frá Leonardo DiCaprio

17:00 Kate Hudson er glæsileg með stuttklippt hárið og fer ótroðnar leiðir í leit að innblæstri. Það er ekki svo slæm hugmynd að leita eftir drengjakollsinnblæstri frá drengslegum Leonardo DiCaprio. Meira »

Snapchat-stjarnan Camy með tónleika

14:01 Camilla Rut er ekki bara hress á Snapchat heldur líka hæfileikarík söngkona. Camilla, sem er mikið jólabarn og finnst ómissandi að eiga góð náttföt á jólunum, ætlar að halda jólatónleika með eiginmanni sínum. Meira »

Skúli mætti með Grímu

11:20 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, var kjörinn markaðsmaður ársins 2017 hjá ÍMARK. Hann mætti með kærustu sína, Grímu Thorarensen. Meira »

Silfrað í lok ársins

09:00 Stjörnurnar mættu í silfruðu á frumsýningu Star Wars: The Last Jedi. Silfraði liturinn hæfir bæði efnistökum myndarinnar sem og árstímanum. Meira »

Elskar kærustuna en langar í trekant

Í gær, 22:20 „Hún er falleg og við stundum gott kynlíf. Ég er þó líka hrifinn af vinkonu hennar, sem lifir frjálslegu lífi. Ég get ekki hætt að hugsa um trekant og aðra afbrigðilega leiki.“ Meira »

64 ára með tískublogg ársins

Í gær, 19:20 Lyn Slater er kannski komin á sjötugsaldurinn en hún er á hátindi fyrirsætuferils síns. Slater sem er háskólaprófessor sló í gegn á árinu 2017 fyrir flottan og töffaralegan stíl. Meira »

Tveggja hæða penthouse í 101

í gær Hvern dreymir ekki um tveggja hæða penthouse-íbúð á besta stað í 101 Reykjavík með útsýni út á sjó? Ef þú ert einn af þeim þá er þessi 121 fm íbúð við Klapparstíg 7 tilvalin fyrir þig. Meira »

Hárskrautið toppar jólahárið

í gær Hugrún Harðardóttir, hárgreiðslumeistari á Barbarella, er komin í hátíðarskap og segir að jólahártískan einkennist af miklum glamúr og að hárskraut hafi aldrei verið vinsælla. Meira »

Hlýlegt og nýmóðins í Kópavogi

í gær Við Ásaþing í Kópavogi stendur ákaflega huggulegt 257 fm raðhús á tveimur hæðum. Raðhúsið er með innbyggðum bílskúr og stendur á fallegum útsýnisstað. Björgvin Sæbjörnsson, arkitekt á arkitektastofunni Apparat, hannaði húsið að utan og innan. Meira »

Þegar lífið var „fullkomið“

í gær „Ég var áður fyrr ein af þessum brjálæðislega flottu húsmæðrum sem sá um að ekkert væri óhreint á heimili mínu fyrir jólin… silfrið var pússað, gluggar þvegnir og Guð forðaði mér iðulega frá því að skáparnir, ísskápurinn og ofninn urðu ekki út undan í þessari árlegu hreingerningu.“ Meira »

Heimsins flottasta hönnunarteiti

í fyrradag Það var glatt á hjalla á Skólavörðustígnum þegar Geysir svipti hulunni af glænýrri verslun sem sérhæfir sig í heimilisvöru. Geysir heima á Skólavörðustíg er svo sannarlega verslun fyrir fagurkera. Meira »

Þráir að komast á hundasleða

í fyrradag Þorbjörn Sigurbjörnsson, kennari og þriggja barna faðir í Kópavogi, ákvað að venja sig á að segja alltaf já, ekki nei, þegar hann var beðinn um eitthvað. Meira »

Pólitísk plott og átök

11.12. Það var glatt á hjalla þegar Björn Jón Bragason fagnaði útkomu bókar sinnar, Í liði forsætisráðherrans eða ekki? í Máli og menningu á Laugavegi. Bókin fjallar um pólitísk plott og hvað gerist að tjaldabaki í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi frá aldamótum. Meira »

Í 140 þúsund króna sokkum

11.12. Sokkar eru ekki bara sokkar, Gucci-sokkarnir sem söngkonan Rihanna klæddist á dögunum kosta meira en ársbirgðir af sokkum.   Meira »

Arnar Gauti verður listrænn stjórnandi

11.12. Arnar Gauti Sverrisson hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi heimilissýningarinnar Lifandi heimili og hönnun sem fram fer í Laugardalshöll 1.-3. júní 2018. Sýningin var haldin í fyrsta skipti í fyrra undir nafninu Amazing home show en breyttu nafni fylgja breyttar áherslur. Meira »

Guðni Már skilinn

10.12. Guðni Már Henningsson útvarpsmaður á Rás 2 er skilinn við Mariu Ylfu Lebedeva sem er ljósmyndari. Eiríkur Jónsson greinir frá þessu. Meira »

Svona bjó Meghan þegar hún kynntist Harry

11.12. Áður en að Meghan Markle flutti í lítið hús við Kensington-höll bjó hún í leiguhúsnæði í Toronto. Húsið er kannski ekki mjög stórt en þó feiki nógu stórt fyrir þau Meghan, hundana hennar og Harry þegar hann kíkti í heimsókn. Meira »

Þetta er Pantone litur 2018

11.12. Hönnunarþyrstir einstaklingar eru yfirleitt í stuði á þessum árstíma þegar nýr Pantone litur er kynntur. Litur ársins 2018 er Ultra Violet eða Útfjólublár og ber litaheitið PANTONE 18-3838. Meira »

Framhjáhaldið hófst í hádegismatnum

11.12. „Hann sótti mig og við keyrðum á sveitahótel þar sem við borðuðum yndislega máltíð. Hann fór frá borðinu og bókaði herbergi. Við vissum bæði hvað við vildum.“ Meira »

Stella ofursvöl í Spaksmannsspjörum

10.12. Stella Blómkvist hefur slegið í gegn í Sjónvarpi Símans Premium en hún fer með hlutverk lögfræðings sem blandast inn í æsispennandi mál. Leikkonan Heiða Reed, sem leikið hefur í þáttunum Poldark, leikur Stellu. Meira »