Ekki gera þetta ef þú ætlar að grennast

Það þarf að hugsa um hvað virkar til langs tíma …
Það þarf að hugsa um hvað virkar til langs tíma þegar maður er að reyna að grennast. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er ýmislegt sem við leggjum á okkur til þess að losa okkur við aukakílóin. Sumir hlutir sem virðast í fyrstu vera sniðugir og vænlegir til góðs árangurs eru hins vegar stundum verri þegar betur er að gáð. Woman's Health fór yfir nokkur atriði sem fólk ætti að passa sig á. 

Að sleppa glúteni

Glútenlaust mataræði er ekki besta leiðin til þess að grennast og þú ættir ekki endilega að vera að sleppa glúteni nema þú sért með ofnæmi fyrir því. Samkvæmt viðmælanda Women's Health hjálpar glútenlausa mataræðið í byrjun en ekki til lengri tíma litið. Í staðinn fyrir að sleppa glúteni er sniðugt að borða hluti eins og gróft brauð í staðinn fyrir hvítt hveiti. 

Að sleppa áfengi

Það ætti ekki að sleppa víni til þess að grennast. Þegar þú setur eitthvað á bannlistann er líklegra að þú dettir vel í það þegar þú ætlar að leyfa þér bara smá. Það ætti að vera í lagi að fá sér eitt til tvö glös á viku. 

Of mikið af þolæfingum

Það er ekki vænlegt að einbeita sér of mikið að þolæfingum, það þarf að styrkja vöðvana líka. Því meiri vöðvamassi því hraðar brennir maður. 

Vörur með lágri fitu- eða sykurprósentu

Það er skiljanlegt að borða mat sem inniheldur litla fitu eða lítinn sykur. En vörur sem koma í staðinn fyrir venjulegar vörur merktar því að þær innihalda litla fitu og kannski engan sykur vantar oft upp á næringargildið. Þess vegna á fólk það til að borða fleiri kaloríur þegar öllu er á botninn hvolft. Þegar kemur til dæmis að súkkulaði ætti frekar að borða nokkra ferninga af dökkri súkkulaðiplötu í stað þess að borða mikið af sykurlausu súkkulaði. 

Að sleppa máltíð fyrir drykk

Búst og djúsar eru vinsælir, fólk ætti hins vegar ekki að sleppa því að borða venjulega máltíð. Sérstaklega á þetta við tilbúna drykki sem eru oft með miklum sykri. Þú ert líklegri til þess að verða svangur og að berjast við hungur krefst orku. Það er því áhætta á því að þú endir í skyndibitanum. Þú gætir séð töluna lækka á vigtinni ef þú færð þér djús í staðinn fyrir máltíð en eftir eina til tvær vikur er líklegt að talan verði komin upp aftur.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál