50% afsláttur af ávöxum og grænmeti

Í sumar verða laugardagar nammidagar í Heilsuhúsinu.
Í sumar verða laugardagar nammidagar í Heilsuhúsinu.

Í sumar verða nammidagar í Heilsuhúsinu alla laugardaga. Boðið verður upp á 50% afslátt. Inga Kristjánsdóttir segir að þau hafi ákveðið að bregðast við kallinu. 

„Við ákváðum að svara kallinu og bregðast við beiðni samfélagsins um að vera með lífræna ávexti og grænmeti á afslætti á laugardögum. Okkur finnst þetta bara kjörið tækifæri til að láta gott af okkur leiða og eiginlega bara samfélagsleg skylda Heilsuhússins,“ segir Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti og vörustjóri Heilsuhússins. 

Inga segir að Íslendingar borði allt of mikið af sykri. 

„Við vitum öll að Íslendingar borða mikið af sykri og sælgæti sem er auðvitað langt frá því að vera heilsusamlegt. Samkvæmt Landlækni þá innbyrðir hver landsmaður að meðaltali yfir 40 kíló af sykri á ári og okkur langar að gera það sem við getum til að breyta þessu. Það er miklu betri hugmynd fyrir fjölskylduna að kaupa sér girnilega og safaríka ávexti eða grænmeti á laugardögum, skera niður og bjóða sem sælgæti heldur en missa sig á nammibarnum.“

Það er hægt að útbúa litríka ávaxtapinna eða gera flottar fígúrur með því að raða ávöxtunum niðurskornum skemmtilega á disk, þannig að þeir verði enn girnilegri fyrir smáfólkið og líka alla hina. Hugmyndirnar eru óteljandi og þarna er óhætt og heilsusamlegt að missa sig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál