Þjálfari Lawrence leysir frá skjóðunni

Dalton hefur þjálfað Jennifer Lawrence.
Dalton hefur þjálfað Jennifer Lawrence. mbl.is/AFP

Dalton Wong hefur þjálfað heimfrægar leikkonur á borð við Amöndu Seyfried, Zoë Kravitz og Jennifer Lawrence. En hann á að hafa breytt öllu fyrir Lawrence þegar þau hittust árið 2010 en þá var hún blaut á bak við eyrun þegar kom að öllu sem tengdist heilsu.

„Dalton kenndi mér hvernig ætti að borða, hreyfa sig og lifa unaðslegu en heilsusamlegu lífi. Ég mun ávallt vera honum þakklát fyrir það.“ En Dalton kom þessari launahæstu leikkonu í Hollwood meðal annars í hörkuform fyrir ofurhetjuhlutverk á aðeins þremur mánuðum.

Þó svo að Dalton neiti því ekki beint í viðtali við Daily Mail að venjulegt fólk sem situr við tölvuna frá níu til fimm geti verið í sama formi og Hollywood-stjörnur á borð við Jennifer Lawrence vill hann meina að það sé eðlismunur á lífi stjarnanna og okkar hinna. Það sé það nánast í starfslýsingu leikara að vera í góðu formi. „Starf stjörnunnar er að líta vel út og líða vel,“ sagði Dalton. Það er því ekki boði fyrir þær að sleppa því að hugsa um heilsuna.

Dalton lætur stjörnurnar fá næringarplan sem hentar vel til þess að ná þeim árangri sem stefnt er að. Síðan lætur hann þær fá æfingar sem byggja upp þann líkama sem stefnt er að. Síðast en ekki síst fer hann yfir lífstílinn, ef stjörnurnar eru á ferðalögum finnur hann út á hvaða veitingastöðum þær ættu að borða. Hann hjálpar þeim einnig að takast á við álag og bendir þeim á hvernig þær geta gert jóga, pilates eða farið í nudd. Kúnnarnir hans eiga það einnig sameiginlegt að hafa takamarkaðan tíma fyrir æfingar og því passar Dalton að kúnnarnir fái alltaf eins mikið út úr æfingunni og hægt er.

Teygjur er hægt að nota í ýmislegt.
Teygjur er hægt að nota í ýmislegt. mbl.is/Thinkstockphotos

Dalton segist hafa verið hrifinn af teygjum sem gefa mótstöðu. Það sé góð lausn þegar ekki er hægt að nota tæki. Þær komi ekki staðinn fyrir lóð. Auk þess er það hans upplifun að margar konur séu skeptískar á það að lyfta lóðum.

Þegar kemur að fitubrennslu finnst honum þær æfingar bestar sem ýta fólki út fyrir þægindarammann. Eins og til dæmis hlaup þar sem hlaupið er á 80 prósent hraða í lotum með 30 sekúndna pásum. Þá er manneskja að fara út fyrir sinn eigin þægindaramma.

Þegar kemur að styrktaræfingum mælir Dalton með því að konur styrki bakið og vöðvana á milli herðablaðanna. Þegar þessir vöðvar verða sterkari verður líkamsstaðan betri. Hann leggur líka áherslu á rassinn, ekki bara vegna þess að rassinn á eftir að líta betur úr heldur vegna þess að sterkur rass getur hjálpað til við að koma í veg fyrir bak-, mjaðma- og hnémeiðsl.

Jennifer Lawrence passar líklega upp á að gera bakæfingarnar sínar.
Jennifer Lawrence passar líklega upp á að gera bakæfingarnar sínar. mbl.is/AFP
mbl.is

Sköllóttir og sexý

12:00 Það eru fjölmargir glæsilegir íslenskir karlmenn sem bera skallann með mikilli reisn. Það er því ekkert óttast þótt hárið sé byrjað að þynnast. Meira »

Karlotta prinsessa í notuðum skóm

09:00 Rauðu skórnir sem Karlotta prinsessa klæddist í Póllandi í vikunni voru áður í eigu frænda hennar, Harry Bretapins.   Meira »

Maður með gervifót kosinn Herra England

06:00 Jack Eyers, Herra England, er 28 ára gömul fyrirsæta og líkamsræktarþjálfari. Þetta er í fyrsta skipti sem maður sem hefur misst útlim vinnur keppnina. Meira »

Bestu stellingarnar þegar þú ert stressuð

Í gær, 23:59 Ef konur eru stressaðar getur það komið í veg fyrir að þær fái fullnægingu. Það er því um að gera að reyna stunda kynlíf í stellingum sem eru góðar fyrir stressið. Enda hjálpar fullnæging í stressinu. Meira »

Smart tekk-íbúð í Laugardalnum

Í gær, 21:00 Lítil og sæt íbúð við Kirkjuteig í Reykjavík er komin á sölu. Tekk-húsgögn sóma sér einstaklega vel í íbúðinni í bland við persónulega muni. Meira »

Hlaupa með hjólastóla

Í gær, 18:00 Slökkviliðsmenn ætla að gefa einstaklingum sem ekki geta hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu tækifæri til að fara 10 kílómetra með því að hlaupa með þá í hjólastól. Þetta er í ellefta skipti sem slökkviliðsmennirnir taka upp á þessu. Meira »

Beislin upphaflega hugsuð fyrir djarfar týpur

í gær Hildur Sumarliðadóttir útskrifaðist úr fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2013, en hún býr nú í Danmörku þar sem hún starfar sem hárgreiðslukona auk þess sem hún hannar leðurbeisli og aðra fylgihluti undir merkjum Dark Mood. Meira »

Gucci með líflega húsgagnalínu

Í gær, 15:00 Húsgögnin eru litrík með blóma- og dýramunstrum.   Meira »

Innlit í loft-íbúð í Kópavogi

í gær Í sjarmerandi íbúð í Kópavoginum, sem áður var vélsmiðja, búa listamennirnir Bjarni Sigurbjörnsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir. Meira »

Einkaþjálfari birtir raunverulegar myndir

í gær Sophie Allen birti myndir af líkama sínum á Instagram-síðu sinni fyrir og eftir hádegismat til þess að minna á að það er ekki alltaf allt sem sýnist. Meira »

Getur ekki hætt með unga framhjáhaldinu

í fyrradag „Við höfum stundum búið til afsakanir til þess að komast út af skrifstofunni eftir hádegi svo við getum farið heim til hans og stundað kynlíf. Hann segir að hann sé ástfanginn af mér og hann sé að stunda besta kynlíf sem hann hefur stundað með mér.“ Meira »

Jafnaði sig eftir slysið við Svartahafið

í fyrradag Ásdís Rán skellti sér til Búlgaríu þrátt fyrir að hafa lent í alvarlegu slysi fyrir nokkum vikum. Hún segir að sandurinn og sólin hafi gert sér gott en hún vonast til þess að geta látið sjá sig í ræktinni á næstunni. Meira »

Stílhreint hús á 105 milljónir

í fyrradag Sett hefur verið á sölu fallegt og stílhreint einbýlishýs á einni hæð í Fossvoginum. Um er að ræða eitt eftirsóttasta hverfi borgarinnar. Meira »

Í sumarlegum draumsóleyja-kjól

í fyrradag Katrín Hertogaynja var sumarleg þegar hún mætti á Wimbledon-mótið með eiginmanni sínum, Vilhjálmi Bretaprins.  Meira »

Hanna húsgögn jafnt sem náttúrulaugar

19.7. Arnhildur Pálmadóttir og Brynhildur Sólveigardóttir stofnuðu saman arkitektastofuna Dark Studio árið 2015. Stöllurnar hafa sterka sýn á arkitektúr og eru með fullt af spennandi verkefnum á teikniborðinu. Meira »

Konur toppa fyrr í kynlífi en karlar

18.7. „Í könnuninni kom í ljós að 58 prósent kvennanna sem tóku þátt sögðu kynhvötina vera mesta á árunum 18 til 24 ára. En aðeins 42 prósent karla sögðu kynhvötina vera hæsta á þessum aldri.“ Meira »

Rífandi stemning á opnun Ypsilon

í fyrradag Hönnunarverslunin Ypsilon var opnuð á dögunum og að sjálfsögðu var slegið upp heljarinnar teiti. Stemningin var með besta móti, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Meira »

Langar að gefa af sér

19.7. Bergsveinn Ólafsson, knattspyrnumaður í FH, er byrjaður að blogga en hann ætlar að deila ýmsum fróðleik varðandi mataræði og andlega og líkamlega heilsu með lesendum sínum. Meira »

Fimm sniðugir ferðafélagar í sumar

19.7. Hugrún Haraldsdóttir förðunarfræðingur er með puttann á púlsinum þegar kemur að förðunarvörum, en hún veit einnig upp á hár hvernig má komast af með fáar vörur þegar pakka þarf fyrir fríið. Meira »

Þjálfari Blake Lively leysir frá skjóðunni

18.7. Blake Lively er alltaf í fantaformi. Hún eignaðist tvö börn á stuttum tíma en hefur þurft að koma sér í form fyrir kvikmyndahlutverk. Þá hefur þjálfarinn Don Saladino komið henni til bjargar. Meira »