Ekki nauðsynlegt að hætta í eftirréttunum

Það má leyfa sér smá sætindi stöku sinnum.
Það má leyfa sér smá sætindi stöku sinnum. mbl.is/Thinkstockphotos

Þegar fólk skellir sér í átak og setur sér þau markmið að missa nokkur kíló er góð regla að byrja á að fara yfir mataræðið. Á meðan flestir gera sér grein fyrir því að það sé mikilvægt að minnka sykurneyslu og borða meira af grænmeti og ávöxtum getur reynst erfitt að hætta að fá sér eftirrétt.

Góðu fréttirnar eru þær að það er ekki endilega nauðsynlegt að gefa eftirréttina alveg upp á bátinn. „Það er ekki raunsætt að segja fólki að borða aldrei eftirrétti, það er eitthvað sem ég get ekki búist við af mínum viðskiptavinum, eða af sjálfri mér,“ sagði Rachel Meltzer Warren, næringarfræðingur við Women’s Health.

Meltzer Warren metur það svo að það sé í lagi að fá sér sætindi einu sinni, jafnvel tvisvar í viku svo lengi sem skammtastærðirnar séu í lagi. Þannig borðar fólk bæði minna og sjaldnar af sætindum og lærir að njóta betur á meðan stendur.

Ef virkilega þörf er fyrir að fá sér sætindi eftir kvöldmat mælir Meltzer Warren með því að fólk fái sér ávexti. Enn betra sé síðan að fá sér bara te eða jafnvel bursta tennurnar eftir mat.

Gott er að fá sér te eftir kvöldmat.
Gott er að fá sér te eftir kvöldmat. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál