Fæðan sem gerir lífið betra

Viss matur getur gert þig fallegri.
Viss matur getur gert þig fallegri. mbl/instagram

Flestallir eru sammála því að það sé mikilvægt að borða hollan mat til þess að fá betri heilsu. Heilsusérfræðingar segja að holl fæða geri okkur ekki aðeins heilbrigðari heldur einnig fallegri.

Prófaðu að borða þessar fæðutegundir og sjáðu hvað gerist. 

Fyrir fallegt hár

Ostur - inniheldur næringaefni sem stuðla að heilbrigðari og hraðari hárvexti.

Lax - inniheldur omega 3 fitusýrur sem gefa hárinu gljáa og stuðla einnig að hröðum hárvexti.

Spínat - inniheldur A- og B-vítamín og járn sem heldur hársverðinum heilbrigðum og kemur í veg fyrir slit. 

Fyrir unga húð

Avókadó - inniheldur holla fitu sem er rakagefandi fyrir húðina og verndar hana gegn sólbruna.

Grísk jógúrt - heldur húðinni stinnri og kemur í veg fyrir hrukkur.

Ólífuolía - inniheldur andoxunarefni sem minnka bólgið og þrútið andlit. 

Fyrir heilbrigðar tennur 

Jarðarber - innihalda eplasýru sem virkar sem náttúrulegur hreinsir og hvíttar tennur.

Sellerí - hreinsar tennur og gefur þér ferskari andardrátt þar sem munnurinn framleiðir meira munnvatn við inntöku sellerís og það munnvatn hreinsar bakteríurnar í munninum.

Kasjúhnetur - innihalda mikið af magnesíum sem styrkir bein og tennur og þær hafa eiginleika sem vernda gegn skemmdum í tönnum. 

Fyrir sterkar neglur 

Chia-fræ - innihalda mikið af næringarefnum og stuðla að sterkari og lengri nöglum.  

Kakóduft - gerir það sama og chia-fræ og styrkir og hraðar vexti á nöglum.

Brokkólí - styrkir neglur. 

Ostur lætur hárið vaxa hraðar.
Ostur lætur hárið vaxa hraðar. skjáskot/instagram
Avókadó gefur húðinni raka og verndar hana gegn sólinni.
Avókadó gefur húðinni raka og verndar hana gegn sólinni. skjáskot/instagram
Jarðarber hvítta tennurnar.
Jarðarber hvítta tennurnar. mbl/instagram
Chia-fræ fá neglurnar til að vaxa hraðar og styrkja þær …
Chia-fræ fá neglurnar til að vaxa hraðar og styrkja þær í leiðinni. skjáskot/instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál