Síðdegisvenjur sem hjálpa þér að léttast

Það er ekki nóg að fá sér epli í stað …
Það er ekki nóg að fá sér epli í stað nammis þegar á að grennast það þarf að endurskoða allan lífstílinn. mbl.is/Thinkstockphotos

Ef maður ætlar að grennast þarf ekki bara skipta namminu út fyrir ávexti og mæta í ræktina í staðinn fyrir að hanga uppi í sófa. Það eru líka litlir hlutir í atferli okkar sem hafa áhrif. Women's Health fór yfir síðdegisávana, það getur hjálpað fólki að léttast.

Síðdegið vill oft verða hættulegur tími í sólarhringnum, þreytan fer að segja til sín og það er auðvelt að detta í súkkulaðikexið í kaffihorninu. Það er því um að gera að vera meðvitaður um hvernig hægt er að stuðla að auknu heilbrigði eftir hádegi. 

Hlustaðu á magann 

Það vill oft gleymast að borða þegar mikið er að gera í vinnunni. Það er því mikilvægt að skipuleggja daginn þannig að þú borðir reglulega svo þú endir ekki með því að borða bara nammi klukkan þrjú. 

Passaðu þig á smábitunum

Þó svo þú eigir að passa að borða allan daginn þýðir það ekki að þú eigir að borða allt sem er á boðstólum. Oft er matur á boðstólum í vinnunni eða það er verið að gefa að smakka úti í búð. Margt smátt gerir eitt stórt og það á svo sannarlega við í þessu tilviki. Spurðu þig að því áður en þú færð þér lítinn munnbita af einhverju hvort þú sért virkilega svöng/svangur eða hvort þetta sé bara ávani.  

Hreyfðu þig

Þó svo að þú hreyfir þig kannski á morgnana þýðir ekki bara sitja á rassinum það sem eftir lifir dags. Það er mælt með því að fólk standi upp og hreyfi sig að minnsta kosti einu sinni á klukkutíma, þó svo að það sé ekki nema ein til tvær mínútur. 

Drekktu meira vatn

Fólk áttar sig oft ekki á áhrifum vatnsdrykkju á líkama okkar. Smá vökvatap getur orsakað hungurtilfinningu þegar þér vantar í rauninni bara vökva. Það er sniðugt að vera alltaf með vatnsflösku á sér. 

Lotuþjálfun

Ef þú ferð í ræktina rétt fyrir kvöldmat reyndu þá að stunda lotuþjálfun. Þú heldur áfram að brenna í allt að 24 klukkutíma eftir æfingu. 

Það eru margir sem úða í sig kexi síðdegis.
Það eru margir sem úða í sig kexi síðdegis. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál