„Ég er alltaf of svöng eða of feit“

Nútímakona leitar ráða því hún kemur sér ekki í form.
Nútímakona leitar ráða því hún kemur sér ekki í form. thinkstockphotos

Nútímakona leitar ráða ráðgjafa Women’s Health tímaritsins vegna þess að hún er í vandræðum með að koma sér í form.

„Kæra Keri. Ég næ ekki að halda mér í formi. Ég er alltaf annaðhvort ótrúlega svöng (þegar ég borða ekkert) eða allt of feit (þegar ég borða venjulega). Hvernig finn ég jafnvægi í mataræðinu?“

Keri segir konunni að reyna að bæta mataræðið til langtíma án þess að hugsa um það sem skammtíma megrunarkúr.

Einbeittu þér að náttúrulegum og hollum mat. Borðaðu eins mikið af grænmeti, próteini og hollri fitu og þú getur. Þú þarft ekkert að forðast grænmeti sem er eldað upp úr olíu eða prótein úr hamborgara. 

Síðan þarftu að læra á það hvenær þú ert fullkomlega södd en ekki pakk-södd. Byrjaðu með því að leggja gaffalinn niður á milli hvers bita, borða hægar og hugsa um það hversu södd þú ert.

Að lokum, því betra formi sem þú ert í, því spenntari verðurðu að halda áfram að hreyfa þig og borða hollt. Í staðinn fyrir að fara í ræktina til þess að verða mjó, skaltu hreyfa þig til þess að ná einhverju markmiði eins og að hlaupa 10 kílómetra eða lyfta 40 kílógramma lóðum. Það mun verða einfaldara að koma sér í ræktina ef þú ert með markmið.

Ef þú setur þér markmið í ræktinni mun vera léttara …
Ef þú setur þér markmið í ræktinni mun vera léttara að mæta. thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál