Þetta gerist ef þú hreyfir þig úti

Hreyfing utandyra er léttari en innandyra.
Hreyfing utandyra er léttari en innandyra. Thinkstock / Getty Images

Ef þér finnst erfitt að koma þér í ræktina þá getur útivera kannski hjálpað þér. Ný rannsókn hefur sýnt fram á það að hreyfing utandyra lætur þig æfa lengur og hraðar en innandyra.

Rannsóknarmenn deildu 42 manns í þrjá hópa. Einn hópurinn fór í göngu í 45 mínútur, annar labbaði á hlaupabretti í 45 mínútur á meðan seinasti hópurinn gerði ekkert. Eftir þetta létu þeir þátttakendur skrifa niður hvernig þeim leið. Í ljós kom að fólkinu í gönguhópunum tveimur leið betur en fólkinu sem gerði ekkert, en fólkinu í útivistarhópnum leið langbest.

Þeir sem fóru út í gönguferð sögðust vera meira vakandi, orkumeiri, hamingjusamari, rólegri og jákvæðari en fólkið sem gekk á hlaupabrettinu. Göngugarparnir sögðust einnig vera minna þreyttir eftir hreyfinguna en hinir.

Jafnvel þó að gönguhóparnir tveir hreyfðu sig jafnlengi fannst þeim sem löbbuðu úti hreyfingin miklu auðveldari bæði líkamlega og andlega.

Ástæðan fyrir því að útivera sé talin léttari en að fara í ræktina, samkvæmt vísindamönnum, er vegna þess hve gott sé að blanda hreyfingu og náttúru saman. Hreyfingin sjálf er hressandi og fallegt útsýni dregur úr streitu.   

Út af þessu mæla rannsóknarmenn með því að finna fallegan stað sem er fallegur og slakandi og hreyfa þig þar í staðinn fyrir í ræktinni.

Prófaðu að gera æfingarnar úti í staðinn fyrir inni í …
Prófaðu að gera æfingarnar úti í staðinn fyrir inni í ræktinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál