Þjálfari Blake Lively leysir frá skjóðunni

Blake Lively er ávallt í hörkuformi.
Blake Lively er ávallt í hörkuformi. mbl.is/AFP

Líkamsræktarþjálfarinn Don Saladino þjálfar leikarahjónin Blake Lively og Ryan Reynolds en Lively hefur tvisvar þurft að koma sér í gott form fyrir ný kvikmyndahlutverk skömmu eftir barnsburð. 

Saladino segir segir Lively æfa mikið með lóðum. „Þegar þú gerir þær æfingar ertu ekki að æfa einn hluta líkamans,“ segir Saladino. Allur líkaminn sé að vinna auk þess sem púlsinn fari af stað. 

Þegar Lively tekur það rólega æfir hún einu sinni til tvisvar í viku en þegar hún er að undirbúa sig fyrir stórt hlutverk æfir hún allt að sex sinnum í viku. Saladino segir að hún æfi þá kannski efri hluta líkamans á mánudögum, fætur á þriðjudögum, geri skemmtilegar æfingar í sundlaug á miðvikudögum, svo aftur efri og neðri líkama á fimmtudögum og föstudögum og handleggi og axlir á laugardögum. 

Hann lætur Lively gera æfingar þar sem hún notar allan líkamann. Þetta snúist um að brenna kaloríum og gera hana mjög sterka. 

Saladino segir alla geta náð sama árangri og Lively. „Það sem hún gerði er mjög gerlegt. Við erum ekki í ræktinni í þrjár, fjórar eða fimm klukkustundir á dag. Í mesta lagi klukkutíma. Kannski nokkrir sérstakir dagar þar sem við förum aðeins yfir tímann. En raunveruleikinn er sá að hún á börn og er útivinnandi kona,“ sagði Saladino. 

Leikarahjónin eru í hörkuformi en þau eiga tvö ung börn.
Leikarahjónin eru í hörkuformi en þau eiga tvö ung börn. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál