Einkaþjálfari birtir raunverulegar myndir

Sophie Allen fyrir og eftir hádegismat.
Sophie Allen fyrir og eftir hádegismat. skjáskot/Instagram

Það er auðvelt að gleyma því að við erum öll mannleg þegar maður skoðar samfélagsmiðlana og sér ekkert nema fullkomin andlit og líkama og það getur oft leitt til slæms sjálfstrausts. 

Sophie Allen er einkaþjálfari og næringarfræðingur í frábæru formi og ákvað að taka málin í sínar hendur. 

Allen birti myndir af líkama sínum á Instagram-síðu sinni fyrir og eftir hádegismat til þess að minna á að það er ekki alltaf allt sem sýnist.

Hún vildi gera það ljóst að maginn hennar er ekki flatur allan daginn alla daga og fólk ætti ekki að bera sig saman við myndir af öðrum. 

Undir myndina skrifaði hún „ef þetta lætur fólk hætta að trúa að sumt fólk sé með flatan maga allan daginn þá ætla ég að halda áfram að birta svona myndum [sic].“

Allen sagðist hafa ákveðið að birta svona mynd eftir að hún sá aðra bloggara gera það sama. 

„Þegar ég sá myndirnar fann ég fyrir svo miklum létti. Það var svo gott að sjá að þetta kemur fyrir annað fólk líka og ég vona að öðrum muni líða eins þegar þeir sjá myndina mína.“

Allen vill sýna fólki að það er ekki alltaf allt …
Allen vill sýna fólki að það er ekki alltaf allt sem sýnist á samfélagsmiðlum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál