Svona slakar þú almennilega á í fríinu

Tíu ráð til þess að ná góðri afslöppun í fríinu.
Tíu ráð til þess að ná góðri afslöppun í fríinu. mbl/ThinkstockPhotos

Að komast aðeins til útlanda í frí er ekki aðeins skemmtilegt heldur líkamlega hollt. Reglulegar ferðir á framandi staði minnka líkurnar á því að fá hjartaáfall og auka lífslíkur samkvæmt ýmsum rannsóknum

Ferðalög hafa líka áhrif á andlega heilsu og hamingju, þar sem slæmt ferðalag getur gert þig enn stressaðri og óhamingjusamari, getur það rétta gefið þér góðar minningar sem auka hamingju og andlega heilsu þína mörg ár fram í tímann.

Huffington Post tók saman lista með tíu heilræðum um hvernig sé best að fá sem mest út úr ferðalaginu. 

Nýir og framandi staðir eru góðir fyrir andlega heilsu.
Nýir og framandi staðir eru góðir fyrir andlega heilsu. mbl/ThinkstockPhotos

Byrjaðu að undirbúa ferðina snemma

Rannsóknir sýna að fólk fær mest út úr spenningnum við að plana ferðina en ekki ferðinni sjálfri. Önnur rannsókn sýndi að fólk er mest stressað viku fyrir ferðalagið út af verkefnum heima fyrir og í vinnu sem þarf að klára áður en í ferðina er haldið. Til þess að koma í veg fyrir þetta er best að byrja að skipuleggja sig snemma og vel. 

Veldu nýjan og framandi stað

Nýir og spennandi staðir örva hugann. Að kanna þá hefur sömu áhrif heilann og þegar þú byrjar í nýrri og erfiðri íþrótt. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á það að þú verður mun meira skapandi ef þú kynnist öðrum menningarheimum.  

...en ekki of nýjan

Hugurinn verður að fá að slaka á svo að hver staður sem er yfirþyrmandi og hræðir þig gerir illt verra. Reyndu að velja nýjan stað sem er með einhverjar venjur svipaðar og hér heima. 

Ferðastu með fólki sem þú þekkir

Það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki þegar maður ferðast en fríið er líka fullkominn tími til þess að njóta þess að vera með þeim sem þú elskar mest. Rannsókn frá 2011 sýnir fram á það að fólk er hamingjusamast eftir að hafa eytt tíma með ástvinum sínum. Hins vegar hefur rifrildi í ferðalagi mjög neikvæð áhrif á hamingju svo það er um að gera að ferðast með einhverjum sem þú rífst ekki mikið við.

Að eyða tíma með þeim sem þú elskar mest gerir …
Að eyða tíma með þeim sem þú elskar mest gerir þig hamingjusamari. mbl/ThinkstockPhotos

Æfðu þig að slaka á áður

Ef þú þjálfar þig í að tæma alveg hugann fyrir fríið verður léttara fyrir þig að gleyma öllum áhyggjum þegar þú mætir í fríið. Reyndu að minnka síma- og netnotkun og farðu að stunda jóga eða hugleiðslu.

Byrjaðu ferðalagið vel

Fyrstu dagar ferðalagsins skipta mestu máli þegar þú minnist þess seinna meir samkvæmt rannsóknum. Byrjaðu ferðalagið með einhverju spennandi og minningarnar úr ferðinni verða allar mun jákvæðari.

Gerðu eitthvað nýtt

Að gera eitthvað einstakt sem þú hefur aldrei gert áður gerir þig hamingjusamari. Þannig að endilega skelltu þér í fallhlífarstökk, lærðu á brimbretti eða kafaðu í sjónum í fríinu. 

Gerðu eitthvað nýtt og spennandi.
Gerðu eitthvað nýtt og spennandi. mbl/ThinkstockPhotos

Mundu samt að slaka á líka

Fólk sem stundar tómstundaiðju segist vita betur tilgang lífsins, vera í betra skapi, er orkumeira og almennt hamingjusamara. Fríið er besti tíminn til þess að gera hluti sem þú hefur gaman af eins og að lesa bók, prjóna eða hvað sem er. 

Ekki vera mikið í símanum

Að vinna í einn klukkutíma á dag í fríinu gerir þig 43% líklegri til að gleyma ferðalaginu þínu seinna meir samkvæmt nýlegri rannsókn. Þú getur samt notað símann til að taka myndir en mundu bara að slökkva á tölvupóstinum svo ekkert geti truflað þig. 

Taktu einn auka frídag heima

Ef þú getur er mjög gott að taka einn frídag eftir að þú kemur heim úr fríinu til þess að taka aðeins til, þvo þvott og koma þér rólega aftur í rútínu raunveruleikans. 

Ferðalög eru andlega holl.
Ferðalög eru andlega holl. mbl/ThinkstockPhotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál