Bjór-jóga æði gengur yfir heiminn

Bjór-jóga byrjaði í Berlín og er geysivinsælt þar.
Bjór-jóga byrjaði í Berlín og er geysivinsælt þar. skjáskot/Instagram

Svokallaðir bjór-jóga tímar hafa verið að spretta upp um allan heim upp á síðkastið þar sem bjórdrykkja er sameinuð við jógaæfingar. 

Þátttakendur mæta í hefðbundinn jógatíma þar sem hver og einn klárar í kringum tvo bjóra á meðan jógatímanum stendur. 

Bjór-jóga varð til í litlum sal í Berlín í lok 2016, þar sem hver tími var og er enn fullbókaður langt fram í tímann. Nú er þessi íþrótt einnig geysivinsæl í Ástralíu, Bretlandi og á mörgum stöðum í Asíu.

Samkvæmt manninum á bak við bjór-jóga, Jhula, er þessi íþrótt grafalvarleg. „Bjór-jóga er skemmtilegt en þetta er ekkert grín. Við tökum visku og lífsspeki jóga og sameinum það með ánægjunni við það að drekka einn kaldan til þess að tengjast við hæsta sjálf þitt.“

Hér fyrir neðan má sjá myndband af því hvernig bjór-jóga virkar. 

Sun sun sun in Berlin today ☀️ 🍻

A post shared by BierYoga (@bieryoga) on Jul 18, 2017 at 1:03am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál