Missti 57 kíló og lykillinn var einfaldur

Franny notar gamlar myndir af sér til þess að hvetja …
Franny notar gamlar myndir af sér til þess að hvetja sig áfram. skjáskot/Instagram

Stundum skiptir viljinn mestu máli en það var svoleiðis hjá Franny sem missti 57 kíló á einu og hálfu ári. Aðalhvatningin hennar var gömul mynd af henni. 

Franny segir að hún hafi verið með gamla mynd af sér sem skjámynd í símanum sínum. En hún segir að myndin komi henni á æfingu eldsnemma á morgnana þegar hana langi helst til þess að sofa lengur. „Á morgnana sé ég einhverja sem vil aldrei verða aftur, getið hvað ég er lengi að koma mér fram úr?“ skrifaði Franny. 

Hún mælir einnig með því að fólk sem er að byrja í sinni vegferð byrji að taka myndir af öllu sem það getur ekki. Þannig geti það horft stolt til baka þegar það nær að gera það. „Taktu þig upp, taktu framvindu myndir, gerðu hvað sem er sem getur hvatt þig í framtíðinni,“ sagði Franny. 

Ásamt því að byrja að æfa breytti hún líka mataræðinu og byrjaði að borða lítið af kolvetnum og meira af fíturíkum mat. 

Hún æfir snemma á morgnanna.
Hún æfir snemma á morgnanna. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál