Ertu undir of miklu álagi?

Fólk fær oft höfuðverk ef það er undir of miklu …
Fólk fær oft höfuðverk ef það er undir of miklu álagi. mbl.is/Thinkstockphotos

Ef andlega hliðin er ekki heil kemur það yfirleitt niður á líkamlega þættinum. Þess vegna er mikilvægt að huga ekki aðeins að líkamanum heldur líka að andlegri líðan. Woman’s Health fór yfir nokkur atriði sem geta bent til þess að fólk sé undir of miklu álagi.

Þú ert alltaf veik/veikur

Það er staðreynd að álag veikir ónæmiskerfið, fólk sem er undir of miklu álagi á auðveldara með að smitast. Ef fólk er alltaf veikt eða hálfslappt getur það verið vegna þess að það er undir of miklu álagi.

Lítil orka og þreyta

Of mikið álag getur gert það að verkum að fólk er búið á því líkamlega þrátt fyrir að fá átta tíma svefn.

Svefnleysi

Það er skýr tengin á milli þess að vera undir of miklu álagi og geta ekki sofið. Til að koma í veg fyrir þetta og minnka stressið er mælt með því að æfa, hugleiða og anda djúpt.

Stöðugir höfuðverkir

Það eru margir sem hafa fengið höfuðverki vegna of mikils álags og það verður líklega ekki hjá því komist að vera undir meira álagi en mælt er með einstaka sinnum. Fólk ætti hins vegar að vara sig á því að taka alltaf verkjatöflur þegar það fær höfuðverk þar sem það er mikilvægt að skilja af hverju hann stafar.

Líkamsspenna og vöðvabólga

Mikið álag getur aukið vöðvaspennu. Spenna í öxlum og hálsi geta valdið höfuðverkjum og mígreni sem getur aftur aukið stress hjá fólki. Ef þú finnur fyrir of miklu álagi er gott að fara í nudd, fá sér ferskt loft, drekka vatn og fá nægan svefn.

Of mikið álag getur leitt til ýmissa líkamlegra kvilla.
Of mikið álag getur leitt til ýmissa líkamlegra kvilla. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál